Körfubolti

Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson meiddist með íslenska landsliðinu í nóvember og missti af fullt af leikjum síðasta mánuðinn.
Martin Hermannsson meiddist með íslenska landsliðinu í nóvember og missti af fullt af leikjum síðasta mánuðinn. vísir/Anton

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn á öðrum degi jóla og hjálpaði Alba Berlin að vinna góðan útisigur í þýsku deildinni.

Alba Berlin vann fjórtán stiga sigur á Rostock Seawolves, 80-66.

Martin spilaði í 23 mínútur í leiknum og var með 13 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar í þeim.

Martin var næststigahæstur í sínu liði en Jack Kayil skoraði einu stigi meira.

Martin var aðeins ryðgaður og hitti ekki vel (4 af 13) en það er gott að sjá hann komast aftur inn á völlinn og nú er bara að komast í betri leikæfingu eftir meiðslin.

Martin hafði ekkert spilað síðan hann meiddist í leik með íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni í nóvember.

Alba Berlin endaði tveggja leikja taphrinu í deildinni en liðið er í fjórða sætinu með sjö sigra og fjögur töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×