Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. desember 2025 18:10 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. vísir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu. „Aðalmálið í þessu er að það verða mjög mikil vetrarhlýindi. Þau byrja í raun og veru annað kvöld,“ segir Einar í Reykjavík síðdegis í dag. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag fyrir stærstan hluta landsins. Viðvaranirnar eru að mestu vegna hvassviðris og rigningar. „Þetta er ekkert óþekkt veður, við höfum ekki séð þetta um jólin áður.“ Einar spáir um átta til níu stiga hita á aðfangadag á sunnanverðu landinu og yfir tíu gráðum fyrir norðan. Fari hitinn yfir tíu stig í Reykjavík og yfir þrettán stig á Akureyri, sem Einar telur líklegt, verði hitamet slegið. „Þetta er dálítið einkennilegt vegna þess að það hlánar upp úr öllu. Sá litli snjór sem er fyrir á landinu, hann bráðnar, kannski ekki í hæstu fjöllum, en allavega á fjallvegum. Það jákvæða og góða við þetta er, af því maður hefur oft verið að stússast í því mörg undanfarin jól að hafa áhyggjur af ferðinni um jólin, hafa áhyggjur af hálu og ísingu, ófærð og einhverju slíku. Nú eru allir vegir auðir,“ segir Einar. Hins vegar þurfi ökumenn að vara sig á vindhviðum, til að mynda verði býsna hvasst í suðvestanátt í kringum Akureyri. „Þetta er auðvitað óvenjulegt jólaveður í alla staði og þetta stendur fram á jóladag.“ Íslendingar geti búist við eins konar sýnishorni af jólasnjó á annan í jólum en svo taki strax aftur að hlýna. „Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir því að skilin fari vestur yfir Ísland seint á jóladag og við fáum hérna einn dag með köldu veðri. Þegar ég tala um kalt veður, þá undir frostmarki og það geti snjóað hér víða um vestanvert landið á annan í jólum. Við fáum svona sýnishorn af jólasnjó.“ Veður Jól Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Sjá meira
„Aðalmálið í þessu er að það verða mjög mikil vetrarhlýindi. Þau byrja í raun og veru annað kvöld,“ segir Einar í Reykjavík síðdegis í dag. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag fyrir stærstan hluta landsins. Viðvaranirnar eru að mestu vegna hvassviðris og rigningar. „Þetta er ekkert óþekkt veður, við höfum ekki séð þetta um jólin áður.“ Einar spáir um átta til níu stiga hita á aðfangadag á sunnanverðu landinu og yfir tíu gráðum fyrir norðan. Fari hitinn yfir tíu stig í Reykjavík og yfir þrettán stig á Akureyri, sem Einar telur líklegt, verði hitamet slegið. „Þetta er dálítið einkennilegt vegna þess að það hlánar upp úr öllu. Sá litli snjór sem er fyrir á landinu, hann bráðnar, kannski ekki í hæstu fjöllum, en allavega á fjallvegum. Það jákvæða og góða við þetta er, af því maður hefur oft verið að stússast í því mörg undanfarin jól að hafa áhyggjur af ferðinni um jólin, hafa áhyggjur af hálu og ísingu, ófærð og einhverju slíku. Nú eru allir vegir auðir,“ segir Einar. Hins vegar þurfi ökumenn að vara sig á vindhviðum, til að mynda verði býsna hvasst í suðvestanátt í kringum Akureyri. „Þetta er auðvitað óvenjulegt jólaveður í alla staði og þetta stendur fram á jóladag.“ Íslendingar geti búist við eins konar sýnishorni af jólasnjó á annan í jólum en svo taki strax aftur að hlýna. „Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir því að skilin fari vestur yfir Ísland seint á jóladag og við fáum hérna einn dag með köldu veðri. Þegar ég tala um kalt veður, þá undir frostmarki og það geti snjóað hér víða um vestanvert landið á annan í jólum. Við fáum svona sýnishorn af jólasnjó.“
Veður Jól Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent