Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 20. desember 2025 08:01 Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun