Sport

„Ég finn lykt af ótta, ég sé eitt­hvað í augum hans“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jake Paul og Anthony Joshua stilla sér upp fyrir ljósmyndarana fyrir bardagann sem fer fram á Fillmore Miami Beach í kvöld.
Jake Paul og Anthony Joshua stilla sér upp fyrir ljósmyndarana fyrir bardagann sem fer fram á Fillmore Miami Beach í kvöld. Getty/Megan Briggs

Það urðu auðvitað smá læti hjá Anthony Joshua og Jake Paul í gærkvöldi við vigtunina fyrir bardaga þeirra í Miami í kvöld.

Joshua ýtti hnefa Paul frá andliti sínu og sagði honum ekki snerta sig þegar þeir stóðu augliti til auglitis við vigtunina.

Bretinn Joshua vó tæpum þrettán kílóum meira en nýliðinn Paul í umdeildum þungavigtarbardaga þeirra.

Hinn 36 ára gamli Joshua lyfti fyrst hnefanum í átt að Paul, en virtist pirraður þegar hinn 28 ára gamli Paul svaraði í sömu mynt.

Joshua gerði síðan hálsskurðartákn þegar Paul gekk í burtu en hann er búinn að lýsa því yfir að hann ætli að „drepa“ samfélagsmiðlastjörnuna í hringnum.

Eftir vigtunina reyndi Joshua að gera lítið úr atvikinu og fullyrti að „gagnkvæm virðing“ ríkti á milli þeirra.

Þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við Paul svaraði hann: „Ekki snerta mig.“

Hann bætti við: „Ég mun einfaldlega yfirbuga þennan strák. Ég er alvöru bardagamaður. Það er munurinn. Ég er alvöru, alvöru bardagamaður,“ sagði Anthony Joshua.

Leiðir þeirra lágu aftur saman í viðtali við Joshua, þar sem Paul hélt áfram að ögra honum.

„Hann er of þungur að ofan. Sjáið þessa fætur. Kjúklingalappir,“ sagði Paul, á meðan umboðsmaður Joshua, Eddie Hearn, hristi höfuðið og hló.

„Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans. Ég geri það í alvöru,“ bætti Paul við.

„Pressan er á honum. Ég berst frjáls. Ég er þegar búinn að vinna. Þetta er tap-tap staða fyrir hann. Ég er með hann nákvæmlega þar sem ég vil hafa hann,“ sagði Paul

Næst þegar þeir mætast augliti til auglitis verður það í hringnum í átta lotu bardaga þeirra í Kaseya Center í Miami í kvöld.

Box

Tengdar fréttir

„Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“

Youtube-stjarnan Jake Paul hefur boðið einum besta hnefaleikamanni sögunnar upp í dans og hefur fulla trú á því að hann geti fagnað sigri á móti Anthony Joshua í bardaga þeirra í Miami á Flórída í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×