Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 08:33 Aryna Sabalenka, besta tenniskona heims, kælir sig niður á Wimbledon-mótinu i sumar. Getty/Ben Whitley Samtök atvinnumanna í tennis, ATP, hafa gefið út nýjar hitareglur sem gilda frá og með keppnistímabilinu 2026. Reglurnar hafa það markmið að verja keppendur fyrir miklum hita í leikjum sínum. ATP mun nú leyfa leikmönnum á mótaröð karla að taka tíu mínútna kælingarhlé í þriggja setta einliðaleikjum. Það fyndna er að karlarnir eru mörgum áratugum á eftir konunum. Reglan er nefnilega svipuð þeim aðgerðum sem WTA, sem stjórnar atvinnumennsku í tennis kvenna, innleiddi fyrir meira en þrjátíu árum til að vernda leikmenn í hita. „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Á Shanghai Masters-mótinu í október fór hitinn upp í 34 gráður á celcius og rakastigið var áttatíu prósent yfir daginn. Eftir að Holger Rune, sem er í 15. sæti heimslistans, þurfti á læknisaðstoð að halda í þriðju umferð spurði Daninn dómara: „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Í yfirlýsingu frá ATP sagði að stefnan væri til að „auka vernd leikmanna sem keppa við erfiðar aðstæður“. Nýja reglan byggir á Wet Bulb Globe Temperature (WBGT) mælingunni, sem mælir hitastreitu í beinu sólarljósi. Hún felur í sér að fylgst er með hitastigi, rakastigi, vindhraða, sólarhorni og skýjahulu. Ef WBGT-mælingin nær 30,1 gráðum eða hærra í fyrstu tveimur settunum í þriggja setta leik getur hvor leikmaður sem er óskað eftir tíu mínútna hléi til að kæla sig niður. Undir eftirliti læknateymis ATP geta leikmenn drukkið vökva, skipt um föt, farið í sturtu og fengið þjálfun. Leikur verður stöðvaður þegar WBGT fer yfir 32,2 gráður. Vernda heilsu leikmanna „Nýja hitareglan býður upp á skipulagða, læknisfræðilega studda nálgun til að takast á við mikinn hita, með það að markmiði að vernda heilsu leikmanna, en jafnframt bæta aðstæður fyrir áhorfendur, dómara, boltasækja og starfsfólk mótsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Leikmenn hafa látið í sér heyra um erfiðar hitaaðstæður á mótum karla og kvenna, bæði á mótaröðinni og á risamótum undanfarin ár. Shanghai Masters og Wuhan Open mótin í ár – sem einnig voru haldin í október – fengu gagnrýni fyrir kæfandi aðstæður. Hin breska Emma Raducanu þurfti að hætta keppni í fyrstu umferð í Wuhan vegna svima, 24-faldur risamótsmeistari Novak Djokovic lýsti hitanum í Sjanghæ sem „hrottalegum“, Giovanni Mpetshi Perricard sagðist hafa liðið eins og hann væri „að deyja á vellinum“ vegna rakans og Jelena Ostapenko sagðist hafa „fengið hitaslag“ eftir að hafa hætt keppni vegna veikinda. Hitaregla WTA kvenna hefur verið í gildi síðan 1992 og er notuð allt árið um kring á öllum mótum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Tennis Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
ATP mun nú leyfa leikmönnum á mótaröð karla að taka tíu mínútna kælingarhlé í þriggja setta einliðaleikjum. Það fyndna er að karlarnir eru mörgum áratugum á eftir konunum. Reglan er nefnilega svipuð þeim aðgerðum sem WTA, sem stjórnar atvinnumennsku í tennis kvenna, innleiddi fyrir meira en þrjátíu árum til að vernda leikmenn í hita. „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Á Shanghai Masters-mótinu í október fór hitinn upp í 34 gráður á celcius og rakastigið var áttatíu prósent yfir daginn. Eftir að Holger Rune, sem er í 15. sæti heimslistans, þurfti á læknisaðstoð að halda í þriðju umferð spurði Daninn dómara: „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Í yfirlýsingu frá ATP sagði að stefnan væri til að „auka vernd leikmanna sem keppa við erfiðar aðstæður“. Nýja reglan byggir á Wet Bulb Globe Temperature (WBGT) mælingunni, sem mælir hitastreitu í beinu sólarljósi. Hún felur í sér að fylgst er með hitastigi, rakastigi, vindhraða, sólarhorni og skýjahulu. Ef WBGT-mælingin nær 30,1 gráðum eða hærra í fyrstu tveimur settunum í þriggja setta leik getur hvor leikmaður sem er óskað eftir tíu mínútna hléi til að kæla sig niður. Undir eftirliti læknateymis ATP geta leikmenn drukkið vökva, skipt um föt, farið í sturtu og fengið þjálfun. Leikur verður stöðvaður þegar WBGT fer yfir 32,2 gráður. Vernda heilsu leikmanna „Nýja hitareglan býður upp á skipulagða, læknisfræðilega studda nálgun til að takast á við mikinn hita, með það að markmiði að vernda heilsu leikmanna, en jafnframt bæta aðstæður fyrir áhorfendur, dómara, boltasækja og starfsfólk mótsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Leikmenn hafa látið í sér heyra um erfiðar hitaaðstæður á mótum karla og kvenna, bæði á mótaröðinni og á risamótum undanfarin ár. Shanghai Masters og Wuhan Open mótin í ár – sem einnig voru haldin í október – fengu gagnrýni fyrir kæfandi aðstæður. Hin breska Emma Raducanu þurfti að hætta keppni í fyrstu umferð í Wuhan vegna svima, 24-faldur risamótsmeistari Novak Djokovic lýsti hitanum í Sjanghæ sem „hrottalegum“, Giovanni Mpetshi Perricard sagðist hafa liðið eins og hann væri „að deyja á vellinum“ vegna rakans og Jelena Ostapenko sagðist hafa „fengið hitaslag“ eftir að hafa hætt keppni vegna veikinda. Hitaregla WTA kvenna hefur verið í gildi síðan 1992 og er notuð allt árið um kring á öllum mótum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Tennis Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira