Sport

Virtist reyna að brenna á sér hendina áður en hann kýldi í borðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cameron Menzies var í litlu jafnvægi eftir tapið fyrir Charlie Manby.
Cameron Menzies var í litlu jafnvægi eftir tapið fyrir Charlie Manby. getty/John Walton

Áður en pílukastarinn Cameron Menzies barði í borð á sviðinu í Alexandra Palace eftir tapið fyrir Charlie Manby á HM virtist hann reyna að brenna á sér höndina.

Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í 1. umferð heimsmeistaramótsins í gær.

Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á hendinni þegar hann gekk af sviðinu.

Á myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær sást að Menzies lét sér ekki nægja að taka reiði sína út á borðinu.

Áður en hann sló í það setti hann nefnilega höndina ofan á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið eftir að sigur Manbys var í höfn.

Skömmu eftir leikinn í gær baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók. Hann sagðist hafa verið undir miklu álagi að undanförnu og væri nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær.

Menzies sagði þó að hann ætti sér litlar málsbætur og óskaði Manby til hamingju með sigurinn.


Tengdar fréttir

Barði sig til blóðs eftir tap á HM

Skotinn Cameron Menzies hefur beðist afsökunar eftir að hann missti stjórn á skapi sínu á HM í pílukasti í dag, vægast sagt tapsár eftir að hafa fallið úr leik gegn Englendingnum Charlie Manby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×