„Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar 15. desember 2025 08:32 Þegar Trump sagði einhverri gyltu að halda kjafti á blaðamannafundi varð eðlilega allt vitlaust. Femínistar og annað rétthugsandi fólk um allan heim veinaði eins og stungnir grísir. Orðatiltækið að veina eins og stunginn grís er ekki úr lausi lofti gripið. Örvæntingarkveinin og skelfingaröskrin sem berast frá sláturhúsum þegar verið er að slátra svínum eru að sögn svo hryllileg að þau fá blóðið til að frjósa í æðum þeirra sem á hlusta. Fyrrverandi sláturhúsastarfsfólk hefur lýst áfallastreitu og sárum á sálinni eftir aðfarirnar. Í dag sendum við svín í gasklefana þar sem þau upplifa óbærilegan ótta, streitu og sársauka. Trump talar af jafn mikilli vanvirðingu um fólk og við tölum um svín. Í tungumálinu yfirfærum við marga af okkar ljótustu eiginleikum yfir á svín. Græðgi, stjórnleysi, frekju, sóðaskap og slæma hegðun. Þó svín séu auðvitað ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá eru þau í raun mjög svipuð okkur. Of svipuð okkur til að hægt sé með nokkrum hætti að réttlæta meðferðina á þeim. Svín geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá okkur og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Hægt er að græða líkamshluta úr svínum í fólk. Svín hafa greind á við þriggja ára mannsbörn og eru með greindustu dýrum jarðar. Þau eru forvitin, þrjósk, sjálfstæð og viljasterk. Þau hafa lífsvilja og eðli sem fær enga útrás. Við sussum líka á svín. Með því að fela þau inni í verksmiðjubúum þar sem þau þjást ævilangt við meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Við neitum þeim um náttúruna, eðlilegt atferli þeirra og einhvers konar líf sem húsdýr í hefðbundnum búskap fá þó að njóta. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni kuldalegri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Þegar grísir verða svo eirðarlausir og örvæntingarfullir af inniveru, tilbreytingarleysi og leiðindum að þeir fara að naga halann á hvor öðrum þá er sussað á þá með því að klippa halana af þeim. Þessir forvitnu litlu bleiku hvolpar fá aldrei að líta glaðan dag. Í eina heiminum sem þeir fá að kynnast er ekkert við að vera. Það eru engar brekkur til að rúlla sér niður (eitthvað sem þeim finnst gaman að gera), ekkert nýtt og spennandi að sjá, skoða og rannsaka. Engin huggun og ekkert hlýtt og notalegt. Ekki einu sinni mamma en henni kynnast þeir í gegnum rimla gotstíunnar. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Svín í verksmiðjubúskap fá aldrei hvíld og upplifa ekki eina einustu sólarstund í lífinu. Andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera vegan og andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera andstaða við hefðbundinn búskap. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú í fjórða sinn að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Enginn á að vera hryggur um jólin. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar Trump sagði einhverri gyltu að halda kjafti á blaðamannafundi varð eðlilega allt vitlaust. Femínistar og annað rétthugsandi fólk um allan heim veinaði eins og stungnir grísir. Orðatiltækið að veina eins og stunginn grís er ekki úr lausi lofti gripið. Örvæntingarkveinin og skelfingaröskrin sem berast frá sláturhúsum þegar verið er að slátra svínum eru að sögn svo hryllileg að þau fá blóðið til að frjósa í æðum þeirra sem á hlusta. Fyrrverandi sláturhúsastarfsfólk hefur lýst áfallastreitu og sárum á sálinni eftir aðfarirnar. Í dag sendum við svín í gasklefana þar sem þau upplifa óbærilegan ótta, streitu og sársauka. Trump talar af jafn mikilli vanvirðingu um fólk og við tölum um svín. Í tungumálinu yfirfærum við marga af okkar ljótustu eiginleikum yfir á svín. Græðgi, stjórnleysi, frekju, sóðaskap og slæma hegðun. Þó svín séu auðvitað ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá eru þau í raun mjög svipuð okkur. Of svipuð okkur til að hægt sé með nokkrum hætti að réttlæta meðferðina á þeim. Svín geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá okkur og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Hægt er að græða líkamshluta úr svínum í fólk. Svín hafa greind á við þriggja ára mannsbörn og eru með greindustu dýrum jarðar. Þau eru forvitin, þrjósk, sjálfstæð og viljasterk. Þau hafa lífsvilja og eðli sem fær enga útrás. Við sussum líka á svín. Með því að fela þau inni í verksmiðjubúum þar sem þau þjást ævilangt við meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Við neitum þeim um náttúruna, eðlilegt atferli þeirra og einhvers konar líf sem húsdýr í hefðbundnum búskap fá þó að njóta. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni kuldalegri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Þegar grísir verða svo eirðarlausir og örvæntingarfullir af inniveru, tilbreytingarleysi og leiðindum að þeir fara að naga halann á hvor öðrum þá er sussað á þá með því að klippa halana af þeim. Þessir forvitnu litlu bleiku hvolpar fá aldrei að líta glaðan dag. Í eina heiminum sem þeir fá að kynnast er ekkert við að vera. Það eru engar brekkur til að rúlla sér niður (eitthvað sem þeim finnst gaman að gera), ekkert nýtt og spennandi að sjá, skoða og rannsaka. Engin huggun og ekkert hlýtt og notalegt. Ekki einu sinni mamma en henni kynnast þeir í gegnum rimla gotstíunnar. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Svín í verksmiðjubúskap fá aldrei hvíld og upplifa ekki eina einustu sólarstund í lífinu. Andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera vegan og andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera andstaða við hefðbundinn búskap. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú í fjórða sinn að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Enginn á að vera hryggur um jólin. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun