Innlent

Fjár­lög, skattar og skipti á dánar­búum á laugardagsþingi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ákveðið var í byrjun desember að fyrstu tveir laugardagar mánaðarins yrðu þingdagar.
Ákveðið var í byrjun desember að fyrstu tveir laugardagar mánaðarins yrðu þingdagar. Vísir/Vilhelm

Þingheimur fundar í dag, laugardag, en þingfundadögum í desember var fjölgað í upphafi mánaðar sökum anna. 

Þingfundur hófst klukkan 10:30 og alls eru níu mál skráð á dagskrá. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Miðflokksins hafa sett sig á mælendaskrá vegna fyrsta dagskrárliðarins, frumvarps um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026, sem enn er í annarri umræðu.

Þrjú önnur mál, sem komin eru í þriðju umræðu, eru sömuleiðis á dagskrá þingsins í dag en enn hefur enginn sett sig á mælendaskrá. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu seinagang í þingstörfum þegar tilkynnt var um breytinguna. Þá kölluðu þeir eftir því að nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir eins fljótt og auðið var svo unnt yrði að ræða fjárlög á réttum forsendum. 

Til stendur að afgreiða fjárlög ársins 2026 fyrir jól en fjárlagafrumvarpið er komið í þriðju umræðu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×