Fótbolti

Yfir­lýsing Brann: Að­gerð á Eggerti heppnaðist vel

Aron Guðmundsson skrifar
Eggert Aron Guðmundsson er leikmaður Brann í Noregi og fagnar hér eftir leik gegn Bologna í Evrópudeildinni.
Eggert Aron Guðmundsson er leikmaður Brann í Noregi og fagnar hér eftir leik gegn Bologna í Evrópudeildinni. Getty/Alessandro Sabattini

Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann í fótbolta, er búinn í aðgerð vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn PAOK í Evrópudeildinni á dögunum. Hann verður frá næstu mánuðina.

Þetta staðfestir Brann í yfirlýsingu á heimasíðu sinni núna í dag þar sem liðslæknir Brann, Arne Instebø tjári sig um stöðuna á Íslendingnum sem hafði verið að gera frábæra hluti með Brann

„Aðgerðin gekk vel eins og við var að búast. Hann mun fljótlega geta hafið endurhæfingu og eftir nokkra mánuði getum við búist við því að sjá hann aftur inn á vellinum,“ segir Arne í yfirlýsingu Brann

Freyr Alexandersson er þjálfari Brann en báðir Íslendingarnir sem hann sótti á sínu fyrsta tímabili, Eggert Aron og Sævar Atli Magnússon eru nú frá vegna meiðsla. Keppni er lokið í norsku úrvalsdeildinni þar sem að Brann hafnaði í fjórða sæti en liðið er í góðum séns á að tryggja sér sæti í næsta hluta Evrópudeildarinnar

„Það er mjög erfitt að verða fyrir svona meiðslum en ég hlakka til að geta byrjað að spila fótbolta aftur og klæðast Brann treyjunni aftur,“ segir Eggert í yfirlýsingu á heimasíðu Brann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×