Viðskipti innlent

Linda fer ekki fram til á­fram­haldandi stjórnar­setu

Árni Sæberg skrifar
Linda hefur verið stjórnarformaður Íslandsbanka í tæp þrjú ár.
Linda hefur verið stjórnarformaður Íslandsbanka í tæp þrjú ár. Aðsend

Linda Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi, sem fyrirhugaður er 19. mars 2026.

„Eftir að hafa gegnt formennsku í stjórn Íslandsbanka í næstum þrjú ár hef ég tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi. Með því að tilkynna þetta núna vil ég gefa tilnefningarnefnd góðan tíma til að rækja hlutverk sitt í aðdraganda aðalfundar og mun ég aðstoða nefndina eftir þörfum til að tryggja farsæla yfirfærslu til nýs stjórnarformanns,“ er haft eftir Lindu í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar.

Linda var ráðin fjármálastjóri Alvotech í sumar en hafði fyrir það starfað sem aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick health til skamms tíma. Þar áður sinnti hún ábyrgðarstöðum hjá Marel frá árinu 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×