Viðskipti innlent

Til Bor­ealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Örn Kristjánsson er vélaverkfræðingur að mennt.
Stefán Örn Kristjánsson er vélaverkfræðingur að mennt.

Stefán Örn Kristjánsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Borealis Data Center.

Í tilkynningu segir að Stefán komi til Borealis eftir 22 ára feril hjá Össuri en þar hafi hann á undanförnum árum gegnt lykilhlutverki sem framkvæmdastjóri framleiðslu (e. VP of Global Manufacturing) og borið ábyrgð á rekstri framleiðslueininga fyrirtækisins í Reykjavík, Mexíkó, Skotlandi og Bandaríkjunum.

„Stefán er vélaverkfræðingur að mennt, með B.Sc. og M.Sc. gráður frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við Royal Institute of Technology, (KTH) í Stokkhólmi. Á árunum 2022–2024 sat hann sem varamaður í stjórn Samtaka iðnaðarins.

Borealis leggur áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera á norðurslóðum en fyrirtækið rekur þrjú gagnaver hér á landi, á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík og einnig í Kajaani í Norður-Finnlandi,“ segir í tilkynningunni. 

Um Borealis Data Center segir að félagið hafi veitt gagnaversþjónustu á Íslandi í meira en áratug og byggi á helstu styrkleikum landsins; grænni orku, hagstæðu loftslagi, tæknivæddu samfélagi og öflugum mannauði sem skapi hér afar góð skilyrði. „Undanfarin ár hefur fyrirtækið aukið þjónustuframboð sitt og í auknum mæli veitt sérhæfðari þjónustu, þar á meðal sérsniðnar innviðalausnir fyrir gervigreind og háafkastaútreikninga. Fyrirtækið er nú í hröðum vexti og hefur fjárfest verulega í frekari uppbyggingu á Blönduósi. Til að mæta ört vaxandi eftirspurn hóf Borealis einnig rekstur í Finnlandi í byrjun árs 2024 en Finnar hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að skapa aðstæður fyrir öflugan gagnaversiðnað þar í landi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×