Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 15:03 Heimsmeistarabikarinn fyrir utan Hvíta húsið í Washington D.C. Getty/Michael Regan Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í þremur löndum og í mörgum tímabilum næsta sumar. Það hefur mikil áhrif á tímasetningar leikja sem sést vel á leikjadagskránni sem var gefin út um helgina. Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu