„Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2025 07:58 Robert Örell, forsvarsmaður Transform og fyrrverandi forstöðumaður Exit í Svíþjóð. vísir/bjarni Fyrrverandi nýnasisti segir sjálfsvinnu og aukið sjálfstraust hafa bjargað sér frá vítahring haturs og öfga. Hann kynnir nú Exit átakið hér á landi sem veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Hann telur það geta skipt sköpum á Íslandi. Nýtt samstarfsverkefni lögreglu, fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga var kynnt á miðvikudag undir heitinu Exit en það veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Markmiðið er að fangar hverfi frá ofbeldi og afbrotum í skiptum fyrir heilbrigðara líferni Í tilefni þessa flutti félag fanga Afstaða sérfræðing í málefnum sem tengjast úrsögnum úr öfgahópum og ofbeldisfullum glæpasamtökum til landsins til að halda erindi fyrir ýmsa aðila. Hann er fyrrverandi forstöðumaður Exit í Svíþjóð og stýrði Exit í í Bandaríkjunum um tíma. „Hugmyndin er að gefa fólki annað tækifæri og hjálpa því að komast aftur inn í samfélagið að því er varðar félagslega aðlögun. Hvernig byggir maður upp nýja, jákvæða félagslega sjálfsmynd og ný félagsleg tengslanet? Einnig hvað varðar hagnýta þáttinn: Hvernig er að búa við lífsstíl glæpa og öfgahyggju og komast aftur í það horf að eiga íbúð og vera í vinnu? Brjóta niður fordóma samfélagsins. “ Robert hefur sjálfur verið endurheimtur úr heimi öfga og haturs en frá fjórtán ára aldri var hann meðlimur nýnasista. Hann segir vandræði í skóla og lítið sjálfstraust eina megin ástæðuna fyrir því að hann leiddist á þá braut. „Ég var virkur í þeim hópi í um fjögur til fimm ár. Heimsmynd hópsins sem ég tilheyrði snerist um yfirburði hvíta kynstofnsins. Við vorum á móti menningarblöndun.“ Sjálfsvinna hafi verið lykillinn að losna úr vítahring ofbeldis og haturs. „Það er frekar fyndið að þegar ég fékk gleraugun mín byrjaði ég að lesa mikið og eftir því sem ég lærði meira um hugmyndafræðina áttaði ég mig líka á því að við lifðum í raun ekki samkvæmt henni. Það var mikið um drykkju, slagsmál og afbrigðilega hegðun. Ég hætti að drekka, byrjaði að æfa og reyndi að bæta lífsstíl minn. Það stakk mjög í stúf við samtökin í heild sinni. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með vini mína og fólkið í kringum mig í hópnum. Þetta leiddi í raun til þess að það brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu.“ Fangelsismál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Nýtt samstarfsverkefni lögreglu, fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga var kynnt á miðvikudag undir heitinu Exit en það veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Markmiðið er að fangar hverfi frá ofbeldi og afbrotum í skiptum fyrir heilbrigðara líferni Í tilefni þessa flutti félag fanga Afstaða sérfræðing í málefnum sem tengjast úrsögnum úr öfgahópum og ofbeldisfullum glæpasamtökum til landsins til að halda erindi fyrir ýmsa aðila. Hann er fyrrverandi forstöðumaður Exit í Svíþjóð og stýrði Exit í í Bandaríkjunum um tíma. „Hugmyndin er að gefa fólki annað tækifæri og hjálpa því að komast aftur inn í samfélagið að því er varðar félagslega aðlögun. Hvernig byggir maður upp nýja, jákvæða félagslega sjálfsmynd og ný félagsleg tengslanet? Einnig hvað varðar hagnýta þáttinn: Hvernig er að búa við lífsstíl glæpa og öfgahyggju og komast aftur í það horf að eiga íbúð og vera í vinnu? Brjóta niður fordóma samfélagsins. “ Robert hefur sjálfur verið endurheimtur úr heimi öfga og haturs en frá fjórtán ára aldri var hann meðlimur nýnasista. Hann segir vandræði í skóla og lítið sjálfstraust eina megin ástæðuna fyrir því að hann leiddist á þá braut. „Ég var virkur í þeim hópi í um fjögur til fimm ár. Heimsmynd hópsins sem ég tilheyrði snerist um yfirburði hvíta kynstofnsins. Við vorum á móti menningarblöndun.“ Sjálfsvinna hafi verið lykillinn að losna úr vítahring ofbeldis og haturs. „Það er frekar fyndið að þegar ég fékk gleraugun mín byrjaði ég að lesa mikið og eftir því sem ég lærði meira um hugmyndafræðina áttaði ég mig líka á því að við lifðum í raun ekki samkvæmt henni. Það var mikið um drykkju, slagsmál og afbrigðilega hegðun. Ég hætti að drekka, byrjaði að æfa og reyndi að bæta lífsstíl minn. Það stakk mjög í stúf við samtökin í heild sinni. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með vini mína og fólkið í kringum mig í hópnum. Þetta leiddi í raun til þess að það brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu.“
Fangelsismál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira