Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 10:03 Jude Bellingham þurfti að spila í miklum hita á HM félagsliða í sumar. Búast má við svipuðum aðstæðum á HM landsliða næsta sumar. Getty/Jose Breton Það skýrist í dag hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. Óttast er að mikill hiti muni setja svip sinn á mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í júní og júlí. Englendingar bíða spenntir eftir því að vita hvernig leið þeirra að mögulegum heimsmeistaratitli kemur til með að líta út en dregið verður í riðla HM klukkan 17 í dag. Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Englands, átti ekki í neinum vandræðum með að koma hinu sterka enska landsliði beint á HM en liðið vann alla átta leiki sína í undankeppninni og fékk ekki eitt einasta mark á sig. Á HM taka við meiri áskoranir og meðal annars hættan á að mikill hiti hafi áhrif á leikmenn. Á HM félagsliða síðasta sumar, í Bandaríkjunum, brugðu lið jafnvel á það ráð að láta varamenn bíða í loftkældum búningsklefum í stað þess að sitja úti á varamannabekk í leikjum. „Ef þetta er eitthvað sem gæti hjálpað okkur í leikjunum þá verðum við að skoða þennan möguleika,“ sagði Tuchel við BBC en þar segir að talið sé að mikil hætta sé á ofsahita á 10 af 16 leikvöngum HM. „Það vill þetta enginn [að varamenn bíði inni í klefa] því ég vil að leikmennirnir séu úti og finni orkuna, og gefi okkur orku af bekknum út á völlinn. En ég sá leikmenn gera þetta á HM félagsliða. Vonandi sleppum við við þetta. Það er alltaf betra ef menn geta verið úti,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel says he would consider having substitutes stay in the dressing room due to hot temperatures at the 2026 World Cup 👥🥵🌡️ pic.twitter.com/oggBAxiQVO— BBC Sport (@BBCSport) December 4, 2025 Leikmenn og þjálfarar kvörtuðu undan hitanum á HM félagsliða í fyrra og Tuchel segir ekki hægt að horfa framhjá því að hitinn hafi áhrif. „Þetta er vandamál fyrir fótbolta á hæsta stigi. Þetta dregur úr ákefðinni í leikjunum. Þetta fækkar áköfum hlaupum, bæði sóknarlega og varnarlega. Leikurinn aðlagast að þessu. Það er ekki hægt að spila fótbolta með sama hætti í 45 gráðum eins og í 21 gráðu,“ sagði Tuchel. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Englendingar bíða spenntir eftir því að vita hvernig leið þeirra að mögulegum heimsmeistaratitli kemur til með að líta út en dregið verður í riðla HM klukkan 17 í dag. Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Englands, átti ekki í neinum vandræðum með að koma hinu sterka enska landsliði beint á HM en liðið vann alla átta leiki sína í undankeppninni og fékk ekki eitt einasta mark á sig. Á HM taka við meiri áskoranir og meðal annars hættan á að mikill hiti hafi áhrif á leikmenn. Á HM félagsliða síðasta sumar, í Bandaríkjunum, brugðu lið jafnvel á það ráð að láta varamenn bíða í loftkældum búningsklefum í stað þess að sitja úti á varamannabekk í leikjum. „Ef þetta er eitthvað sem gæti hjálpað okkur í leikjunum þá verðum við að skoða þennan möguleika,“ sagði Tuchel við BBC en þar segir að talið sé að mikil hætta sé á ofsahita á 10 af 16 leikvöngum HM. „Það vill þetta enginn [að varamenn bíði inni í klefa] því ég vil að leikmennirnir séu úti og finni orkuna, og gefi okkur orku af bekknum út á völlinn. En ég sá leikmenn gera þetta á HM félagsliða. Vonandi sleppum við við þetta. Það er alltaf betra ef menn geta verið úti,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel says he would consider having substitutes stay in the dressing room due to hot temperatures at the 2026 World Cup 👥🥵🌡️ pic.twitter.com/oggBAxiQVO— BBC Sport (@BBCSport) December 4, 2025 Leikmenn og þjálfarar kvörtuðu undan hitanum á HM félagsliða í fyrra og Tuchel segir ekki hægt að horfa framhjá því að hitinn hafi áhrif. „Þetta er vandamál fyrir fótbolta á hæsta stigi. Þetta dregur úr ákefðinni í leikjunum. Þetta fækkar áköfum hlaupum, bæði sóknarlega og varnarlega. Leikurinn aðlagast að þessu. Það er ekki hægt að spila fótbolta með sama hætti í 45 gráðum eins og í 21 gráðu,“ sagði Tuchel.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira