„Okkur sjálfum að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 22:28 Diogo Dalot fagnar marki sínu fyrir Manchester United í kvöld. Getty/ Ash Donelon Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar. „Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot. Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
„Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot.
Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira