„Okkur sjálfum að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 22:28 Diogo Dalot fagnar marki sínu fyrir Manchester United í kvöld. Getty/ Ash Donelon Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar. „Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
„Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira