Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar 4. desember 2025 14:33 Hið ,,norræna velferðarkerfi“ er fyrirbæri sem oft er notað sem samheiti yfir þau félags- og efnahagskerfi sem þróuð hafa verið á Norðurlöndunum. Byggja þau á blöndu af markaðshagkerfi og öflugum opinberum kerfum sem eiga að tryggja fólki réttindi og öryggi frá vöggu til grafar. Helst ber að nefna nær gjaldfrjálsar þjónustur er varða heilbrigði og menntun barna, félagslegan jöfnuð í gegnum skattlagningu og sterk vinnumarkaðs- og öryggiskerfi. Standa slík kerfi frammi fyrir ýmsum áskorunum sem tengjast bæði lýðfræðilegum og efnahagslegum breytingum. Öldrun þjóðarinnar eykur kostnað við heilbrigðis- og lífeyriskerfi. Ör fjölgun innflytjenda, sem krefjast markvissrar aðlögunar og þjónustu. Þensla á húsnæðismarkaði og auknar kröfur um sérhæfða þjónustu setja einnig þrýsting á fjármál ríkis og sveitarfélaga. Kerfið þarf að viðhalda gildum sínum um jöfnuð, aðgengi og félagslegt öryggi, án þess að verða ósjálfbært til lengri tíma. Útlit er fyrir að þeim sem greiði til kerfisins muni hlutfallslega fækka, sem vekur óhug margra framsýnna manna. Hvernig er raunhæft að takast á við þann vanda? Best væri að auka verðmætasköpun og hagvöxt, með áherslu á framleiðni samfélagsins og stækka þannig hina umtöluðu köku. Óumflýjanlegt er þó að skera niður opinberan kostnað og fara betur með þá peninga sem til skiptanna eru. Eitt af slagorðunum núverandi ríkisstjórnar er í fyrirsögn þessa pistils. Er það gjarnan dregið fram þegar réttlætingar skatta og skattahækkana ber á góma. En hvernig er hið norræna velferðarkerfi að þjóna íslensku þjóðinni? Mikilvægasta sjúkrahús landsins hefur verið á rauðu álagsstigi svo árum skiptir, sem þýðir að ekki er hægt að annast alla sjúklinga sem skyldi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur tvöfaldast á síðastliðnum 10 árum, sem hægt er að rekja til alþjóðlegra glæpahópa. Ekki hefur verið starfandi langtímaúrræði fyrir börn með fíknivanda í rúmt ár, sem kostað hefur börn lífið. Endurtekið sýna PISA kannanir fram á að árangur íslenskra nemenda er marktækt lakari en í hinum OECD-löndunum. Nær helmingur íslenskra drengja, sem útskrifast úr grunnskóla, býr ekki yfir grunnfærni í lestri. Lestrarfærni hefur áhrif á námsárangur á öllum sviðum og því möguleika til framtíðar. Ungmenni komast ekki út á fasteignamarkað fyrr en upp úr þrítugu, fram að því eru þau föst í foreldrahúsum eða á óhagstæðum leigumarkaði. Við íbúðarkaup taka við þeim okurvextir lána og hin alræmda verðtrygging, sem tryggir landsmönnum ein verstu kjör sem bjóðast á norðurhveli jarðar. Skattar á útgerðir og sjómenn eru hækkaðir, umfram aðrar atvinnugreinar, í formi ,,auðlindagjalds“, sem langt er umfram það sem gerist í samkeppnislöndum. Einn burðarstólpa íslensks samfélags er hin innlenda matvælaframleiðsla, þar fá eftirlitsiðnaður og milliliðir að maka krókinn með frjálsri álagningu. Á landsbyggðinni eru allt of víða hættulegir vegir með einbreiðum brúm og blindhæðum. Við byggingu orkumannvirkja, er skipulega lagður steinn í götu allra þeirra sem hefja vilja framleiðslu. Við flutning þeirrar orku sem þó er framleidd, tapast árlega 500 GWst vegna úr sér genginna innviða, sem nemur um 2,5 milljörðum króna, kæmist hún á markað. Umsvif hins opinbera á Íslandi hafa vaxið jafnt og þétt, með tilheyrandi hækkun ríkisútgjalda. Opinberir starfsmenn eru orðnir þriðjungur vinnuafls og ríkisútgjöld hækkuðu um 43% á árunum 2017-2025. Þrátt fyrir þetta virðist almenningur ekki sjá bætta þjónustu, heldur lífsnauðsynlega innviði á þolmörkum. Skatttekjur virðast ekki nægja til að standa undir útgjaldavextinum, sem vekur spurningar um skilvirkni, forgangsröðun og sjálfbærni opinberrar starfsemi. Er því nema von að landsmenn séu farnir að spyrja sig, hvert eru peningarnir okkar að fara? Í heild sinni blasir við mynd af kerfi sem er töluvert frábrugðið því sem ríkjandi stjórnvöld vilja gjarnan halda jafnan fram. Velferðarsamfélag verður ekki byggt á slagorðum, heldur raunverulegri getu til að tryggja fólki öryggi, tækifæri og trú á framtíðina. Þegar grunnstoðir gefa eftir, hvort sem um ræðir heilbrigðisþjónustu, menntun, húsnæðismál eða almannaöryggi, er eitthvað að. Ef ríkisstjórn vill státa sig af norrænu velferðarkerfi, þarf hún að setja það í forgang. Þar liggur hin raunverulega ábyrgð ráðamanna á Íslandi. Höfundur er formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins á Norðurlandi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hið ,,norræna velferðarkerfi“ er fyrirbæri sem oft er notað sem samheiti yfir þau félags- og efnahagskerfi sem þróuð hafa verið á Norðurlöndunum. Byggja þau á blöndu af markaðshagkerfi og öflugum opinberum kerfum sem eiga að tryggja fólki réttindi og öryggi frá vöggu til grafar. Helst ber að nefna nær gjaldfrjálsar þjónustur er varða heilbrigði og menntun barna, félagslegan jöfnuð í gegnum skattlagningu og sterk vinnumarkaðs- og öryggiskerfi. Standa slík kerfi frammi fyrir ýmsum áskorunum sem tengjast bæði lýðfræðilegum og efnahagslegum breytingum. Öldrun þjóðarinnar eykur kostnað við heilbrigðis- og lífeyriskerfi. Ör fjölgun innflytjenda, sem krefjast markvissrar aðlögunar og þjónustu. Þensla á húsnæðismarkaði og auknar kröfur um sérhæfða þjónustu setja einnig þrýsting á fjármál ríkis og sveitarfélaga. Kerfið þarf að viðhalda gildum sínum um jöfnuð, aðgengi og félagslegt öryggi, án þess að verða ósjálfbært til lengri tíma. Útlit er fyrir að þeim sem greiði til kerfisins muni hlutfallslega fækka, sem vekur óhug margra framsýnna manna. Hvernig er raunhæft að takast á við þann vanda? Best væri að auka verðmætasköpun og hagvöxt, með áherslu á framleiðni samfélagsins og stækka þannig hina umtöluðu köku. Óumflýjanlegt er þó að skera niður opinberan kostnað og fara betur með þá peninga sem til skiptanna eru. Eitt af slagorðunum núverandi ríkisstjórnar er í fyrirsögn þessa pistils. Er það gjarnan dregið fram þegar réttlætingar skatta og skattahækkana ber á góma. En hvernig er hið norræna velferðarkerfi að þjóna íslensku þjóðinni? Mikilvægasta sjúkrahús landsins hefur verið á rauðu álagsstigi svo árum skiptir, sem þýðir að ekki er hægt að annast alla sjúklinga sem skyldi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur tvöfaldast á síðastliðnum 10 árum, sem hægt er að rekja til alþjóðlegra glæpahópa. Ekki hefur verið starfandi langtímaúrræði fyrir börn með fíknivanda í rúmt ár, sem kostað hefur börn lífið. Endurtekið sýna PISA kannanir fram á að árangur íslenskra nemenda er marktækt lakari en í hinum OECD-löndunum. Nær helmingur íslenskra drengja, sem útskrifast úr grunnskóla, býr ekki yfir grunnfærni í lestri. Lestrarfærni hefur áhrif á námsárangur á öllum sviðum og því möguleika til framtíðar. Ungmenni komast ekki út á fasteignamarkað fyrr en upp úr þrítugu, fram að því eru þau föst í foreldrahúsum eða á óhagstæðum leigumarkaði. Við íbúðarkaup taka við þeim okurvextir lána og hin alræmda verðtrygging, sem tryggir landsmönnum ein verstu kjör sem bjóðast á norðurhveli jarðar. Skattar á útgerðir og sjómenn eru hækkaðir, umfram aðrar atvinnugreinar, í formi ,,auðlindagjalds“, sem langt er umfram það sem gerist í samkeppnislöndum. Einn burðarstólpa íslensks samfélags er hin innlenda matvælaframleiðsla, þar fá eftirlitsiðnaður og milliliðir að maka krókinn með frjálsri álagningu. Á landsbyggðinni eru allt of víða hættulegir vegir með einbreiðum brúm og blindhæðum. Við byggingu orkumannvirkja, er skipulega lagður steinn í götu allra þeirra sem hefja vilja framleiðslu. Við flutning þeirrar orku sem þó er framleidd, tapast árlega 500 GWst vegna úr sér genginna innviða, sem nemur um 2,5 milljörðum króna, kæmist hún á markað. Umsvif hins opinbera á Íslandi hafa vaxið jafnt og þétt, með tilheyrandi hækkun ríkisútgjalda. Opinberir starfsmenn eru orðnir þriðjungur vinnuafls og ríkisútgjöld hækkuðu um 43% á árunum 2017-2025. Þrátt fyrir þetta virðist almenningur ekki sjá bætta þjónustu, heldur lífsnauðsynlega innviði á þolmörkum. Skatttekjur virðast ekki nægja til að standa undir útgjaldavextinum, sem vekur spurningar um skilvirkni, forgangsröðun og sjálfbærni opinberrar starfsemi. Er því nema von að landsmenn séu farnir að spyrja sig, hvert eru peningarnir okkar að fara? Í heild sinni blasir við mynd af kerfi sem er töluvert frábrugðið því sem ríkjandi stjórnvöld vilja gjarnan halda jafnan fram. Velferðarsamfélag verður ekki byggt á slagorðum, heldur raunverulegri getu til að tryggja fólki öryggi, tækifæri og trú á framtíðina. Þegar grunnstoðir gefa eftir, hvort sem um ræðir heilbrigðisþjónustu, menntun, húsnæðismál eða almannaöryggi, er eitthvað að. Ef ríkisstjórn vill státa sig af norrænu velferðarkerfi, þarf hún að setja það í forgang. Þar liggur hin raunverulega ábyrgð ráðamanna á Íslandi. Höfundur er formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins á Norðurlandi vestra.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun