Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 17:31 Hildur Maja Guðmundsdóttir og Dagur Kári Ólafsson áttu bæði flott ár. fimleikasamband.is Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið fimleikafólk ársins 2025 og það eru þau Hildur Maja Guðmundsdóttir og Dagur Kári Ólafsson. Lið Stjörnunnar í hópfimleikum er fimleikalið ársins. Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilkona í A-landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og heimsmeistaramótinu í Jakarta. Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í öðru sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti. Hildur Maja varð bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu, á árinu og varð hún í öðru sæti á slá á Íslandsmótinu. Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á heimsmeistaramóti og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu. Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja heimsbikarmótin í Króatíu og Frakklandi, Evrópumótið í Þýskalandi og heimsmeistaramótið í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut. Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu. Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi. Aðrar konur sem voru tilnefndar voru: Ásta Kristinsdóttir, Helena Clausen, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir. Aðrir karlar sem voru tilnefndir voru: Atli Snær Valgeirsson, Ásmundur Óskar Ásmundsson, Bjartur Blær Hjaltason, Kári Pálmason og Markús Pálsson. Fimleikar Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilkona í A-landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og heimsmeistaramótinu í Jakarta. Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í öðru sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti. Hildur Maja varð bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu, á árinu og varð hún í öðru sæti á slá á Íslandsmótinu. Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á heimsmeistaramóti og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu. Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja heimsbikarmótin í Króatíu og Frakklandi, Evrópumótið í Þýskalandi og heimsmeistaramótið í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut. Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu. Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi. Aðrar konur sem voru tilnefndar voru: Ásta Kristinsdóttir, Helena Clausen, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir. Aðrir karlar sem voru tilnefndir voru: Atli Snær Valgeirsson, Ásmundur Óskar Ásmundsson, Bjartur Blær Hjaltason, Kári Pálmason og Markús Pálsson.
Fimleikar Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira