Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. desember 2025 07:47 Foreldrar barna sem glíma við fíknivanda spyrja margir hvort þeir geti látið vista barn sitt í meðferð gegn vilja þess. Svarið er já. Það er hægt að svipta börn frelsi ef þau eru talin í neyð og hættuleg sjálfum sé eða öðrum. Í barnaverndarlögum eru heimildir til að úrskurða börn í vistun án þeirra samþykkis, til dæmis í 14 daga í neyðarvistun á Stuðlum og í úrræði Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) með úrskurði á grundvelli 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Að öðru leyti er það ákvörðun foreldra og forráðamanna hvort barn er vistað til langs tíma í lokuðu sólarhringsúrræði, hvort sem barnið samþykkir það eða ekki. Eftir að barn hefur náð 15 ára aldri verður það sjálft aðili að sínum málum. Það þýðir að barnavernd þarf að úrskurða gegn barninu sjálfu ef það samþykkir ekki að þiggja meðferð. Hægt er að úrskurða 15-18 ára barn í meðferð bæði gegn vilja barns foreldra. Flest börn í meðferð dvelja þó á meðferðarstofnun á grundvelli samþykkis. Í forgangi hjá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin hefur sett málefni barna sem leiðst hafa út í fíkn og barna sem glíma við fjölþættan vanda, þar á meðal fíkn, í forgang. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að byggja upp úrræði, endurbæta Stuðla eftir hræðilegan bruna sem tók líf ungs drengs og setja á laggirnar nýtt úrræði. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt til að mæta ólíkum þörfum barna. Börnin eru þess utan á mismunandi stað í neysluferli sínu. Sum hafa nýlega hafið neyslu en önnur kunna að vera við dauðans dyr vegna neyslu sinnar. Reynslan sýnir að nauðsynlegt er að í boði sé viðeigandi langtíma meðferð í lokuðu úrræði fyrir börn sem eru langt leidd vegna áfengis- og annarrar vímuefnaneyslu. Slík meðferð er líklegri til árangurs en styttri inngrip. Að lokinni meðferð þarf síðan að bjóða upp á eftirfylgni. Það er lykilatriði að vinna með foreldrum í meðferð barna þeirra. Börnin þurfa stuðning foreldra sinna og foreldrar þurfa fræðslu og stuðning fagfólks. Hvaða úrræði eru í boði? Meðferðarúrræði á vegum ríkisins eru nokkur og af ólíkum toga. MST er fjölkerfameðferð sem veitt er á heimili barns. Þá er boðið upp á allt að 12 vikna grunnmeðferð í Blönduhlíð sem er til húsa á Vogi. Í boði er framhaldsmeðferð fyrir stúlkur og stálp á Bjargey á Laugalandi. Sams konar meðferð fyrir drengi hefst í Gunnarsholti í janúar. Úrræði fyrir drengi var áður á Lækjarbakka. Í millitíðinni hefur framhaldsmeðferð farið fram á meðferðardeild Stuðla. Í Blönduhlíð á Farsældartúni í Mosfellsbæ er rekið stuðningsheimilis ætlað börnum sem hafa lokið framhalds meðferð en þurfa frekari meðferð og stuðning. Töluvert hefur verið rætt um biðlista eftir úrræðum. En eins og staðan er núna eru laus pláss í MST úrræðið. Þá er eitt laust pláss laust í greiningu og meðferð á Blönduhlíð á Vogi og eitt laust pláss á stuðningsheimilinu á Farsældartúni. Bjargey er fullskipuð en enginn biðlisti. Því ber að fagna að í næsta mánuði verður meðferðarheimilið í Gunnarsholti opnað þar sem hægt verður að sinna sex börnum. Stuðlar verða áfram bráðamóttaka. Þar mun ekki vera starfrækt eiginleg meðferð heldur er úrræðið hugsað til að stöðva skaðlega hegðun og skapa tækifæri til að takast á við vandann með uppbyggilegum hætti. Erfiðasta reynsla foreldra Það er sennilega fátt erfiðara foreldrum og fjölskyldunni allri en að horfa upp á barn eða ungling ánetjast áfengi og eða öðrum vímuefnum. Það reynist foreldrum og forráðafólki oftast mjög erfitt að rökræða við barn þegar fíknin hefur tekið völdin. Barn í neyslu er í lífshættu ef ekki næst að grípa inn í og stöðva neysluna og líferni sem henni fylgir. Barn í neyslu þarf hjálp til að hætta neyslunni. Það er ekki einungis neyslan sjálf sem stefnir lífi barna og ungmenna í voða. Barn sem er undir áhrifum fíkniefna er í meiri áhættu fyrir alls kyns slysum. Það er einnig í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi, að vera misnotað af fullorðnu fólki með annarlegar hvatir og að vera nýtt til afbrota. Afleiðingar neyslulífernis eru iðulegar háalvarlegar og geta valdið ævilöngum skaða. Eftirfylgni eftir meðferð getur skipt sköpum. Halda þarf fast í hendi barns sem hefur verið í neyslu allt til 18 ára aldurs. Eftir að barnið hefur síðan náð lögræðisaldri er mikilvægt að huga vel að öðrum úrræðum. Sérstaklega fyrir þann viðkvæma hóp sem hefur dvalið í meðferðarúrræðum þannig að samfella verði í þjónustunni. Að lokum er vert að benda á að í mörg ár hafa barnaverndaryfirvöld barist fyrir því að fá heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp barna á meðan dvalið er í úrræðum á vegum ríkisins. Heilbrigðisþjónustu hefur verið ábótavant fyrir þennan viðkvæma hóp. Gera þarf allt sem hægt er til að efla félagslega kerfið og heilbrigðiskerfið svo hægt verði að hlúa að börnum sem glíma við fíkn með mannsæmandi hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins, formaður velferðarnefndar og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Foreldrar barna sem glíma við fíknivanda spyrja margir hvort þeir geti látið vista barn sitt í meðferð gegn vilja þess. Svarið er já. Það er hægt að svipta börn frelsi ef þau eru talin í neyð og hættuleg sjálfum sé eða öðrum. Í barnaverndarlögum eru heimildir til að úrskurða börn í vistun án þeirra samþykkis, til dæmis í 14 daga í neyðarvistun á Stuðlum og í úrræði Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) með úrskurði á grundvelli 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Að öðru leyti er það ákvörðun foreldra og forráðamanna hvort barn er vistað til langs tíma í lokuðu sólarhringsúrræði, hvort sem barnið samþykkir það eða ekki. Eftir að barn hefur náð 15 ára aldri verður það sjálft aðili að sínum málum. Það þýðir að barnavernd þarf að úrskurða gegn barninu sjálfu ef það samþykkir ekki að þiggja meðferð. Hægt er að úrskurða 15-18 ára barn í meðferð bæði gegn vilja barns foreldra. Flest börn í meðferð dvelja þó á meðferðarstofnun á grundvelli samþykkis. Í forgangi hjá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin hefur sett málefni barna sem leiðst hafa út í fíkn og barna sem glíma við fjölþættan vanda, þar á meðal fíkn, í forgang. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að byggja upp úrræði, endurbæta Stuðla eftir hræðilegan bruna sem tók líf ungs drengs og setja á laggirnar nýtt úrræði. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt til að mæta ólíkum þörfum barna. Börnin eru þess utan á mismunandi stað í neysluferli sínu. Sum hafa nýlega hafið neyslu en önnur kunna að vera við dauðans dyr vegna neyslu sinnar. Reynslan sýnir að nauðsynlegt er að í boði sé viðeigandi langtíma meðferð í lokuðu úrræði fyrir börn sem eru langt leidd vegna áfengis- og annarrar vímuefnaneyslu. Slík meðferð er líklegri til árangurs en styttri inngrip. Að lokinni meðferð þarf síðan að bjóða upp á eftirfylgni. Það er lykilatriði að vinna með foreldrum í meðferð barna þeirra. Börnin þurfa stuðning foreldra sinna og foreldrar þurfa fræðslu og stuðning fagfólks. Hvaða úrræði eru í boði? Meðferðarúrræði á vegum ríkisins eru nokkur og af ólíkum toga. MST er fjölkerfameðferð sem veitt er á heimili barns. Þá er boðið upp á allt að 12 vikna grunnmeðferð í Blönduhlíð sem er til húsa á Vogi. Í boði er framhaldsmeðferð fyrir stúlkur og stálp á Bjargey á Laugalandi. Sams konar meðferð fyrir drengi hefst í Gunnarsholti í janúar. Úrræði fyrir drengi var áður á Lækjarbakka. Í millitíðinni hefur framhaldsmeðferð farið fram á meðferðardeild Stuðla. Í Blönduhlíð á Farsældartúni í Mosfellsbæ er rekið stuðningsheimilis ætlað börnum sem hafa lokið framhalds meðferð en þurfa frekari meðferð og stuðning. Töluvert hefur verið rætt um biðlista eftir úrræðum. En eins og staðan er núna eru laus pláss í MST úrræðið. Þá er eitt laust pláss laust í greiningu og meðferð á Blönduhlíð á Vogi og eitt laust pláss á stuðningsheimilinu á Farsældartúni. Bjargey er fullskipuð en enginn biðlisti. Því ber að fagna að í næsta mánuði verður meðferðarheimilið í Gunnarsholti opnað þar sem hægt verður að sinna sex börnum. Stuðlar verða áfram bráðamóttaka. Þar mun ekki vera starfrækt eiginleg meðferð heldur er úrræðið hugsað til að stöðva skaðlega hegðun og skapa tækifæri til að takast á við vandann með uppbyggilegum hætti. Erfiðasta reynsla foreldra Það er sennilega fátt erfiðara foreldrum og fjölskyldunni allri en að horfa upp á barn eða ungling ánetjast áfengi og eða öðrum vímuefnum. Það reynist foreldrum og forráðafólki oftast mjög erfitt að rökræða við barn þegar fíknin hefur tekið völdin. Barn í neyslu er í lífshættu ef ekki næst að grípa inn í og stöðva neysluna og líferni sem henni fylgir. Barn í neyslu þarf hjálp til að hætta neyslunni. Það er ekki einungis neyslan sjálf sem stefnir lífi barna og ungmenna í voða. Barn sem er undir áhrifum fíkniefna er í meiri áhættu fyrir alls kyns slysum. Það er einnig í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi, að vera misnotað af fullorðnu fólki með annarlegar hvatir og að vera nýtt til afbrota. Afleiðingar neyslulífernis eru iðulegar háalvarlegar og geta valdið ævilöngum skaða. Eftirfylgni eftir meðferð getur skipt sköpum. Halda þarf fast í hendi barns sem hefur verið í neyslu allt til 18 ára aldurs. Eftir að barnið hefur síðan náð lögræðisaldri er mikilvægt að huga vel að öðrum úrræðum. Sérstaklega fyrir þann viðkvæma hóp sem hefur dvalið í meðferðarúrræðum þannig að samfella verði í þjónustunni. Að lokum er vert að benda á að í mörg ár hafa barnaverndaryfirvöld barist fyrir því að fá heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp barna á meðan dvalið er í úrræðum á vegum ríkisins. Heilbrigðisþjónustu hefur verið ábótavant fyrir þennan viðkvæma hóp. Gera þarf allt sem hægt er til að efla félagslega kerfið og heilbrigðiskerfið svo hægt verði að hlúa að börnum sem glíma við fíkn með mannsæmandi hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins, formaður velferðarnefndar og sálfræðingur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun