Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 3. desember 2025 11:01 Undanfarnar vikur hef ég lagt mig fram við að rækta þakklæti. Ekki þannig að ég krefji sjálfa mig um að finna eitthvað ákveðið á hverjum degi, heldur frekar að ég leyfi mér að staldra við þegar það kemur yfir mig. Það er góð tilfinning. Þakklæti minnir mig á að þrátt fyrir alls konar áskoranir sé lífið á svo margan hátt afskaplega gott. Í kjölfarið hef ég meðal annars fundið fyrir miklu þakklæti gagnvart starfsfólki skólanna sem börnin mín hafa gengið í. Hversu vel skólakerfið hefur haldið utanum þau. Hversu mikinn metnað starfsfólkið hefur sýnt, hversu vel það hefur fylgst með líðan barnanna og hversu vel það hefur verið tekið í það þegar þau leita sér aðstoðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér mín eigin skólaganga, þar sem upplifun mín var hinsvegar sú að fáir virtust spá í líðan okkar og sumir jafnvel draga úr manni frekar en að hvetja og styrkja. Ég var ein af þeim sem fékk setninguna „talar of mikið“ á einkunnaspjaldið, og ég gleymi því seint þegar einn kennari sagði við mig: „Já, Berglind,bylur hæst í tómri tunnu.“ Illkvittin setning sem vakti hjá mér skömm í langan tíma á eftir. Eða þegar kennarinn minn skellihló yfir því að ég væri að gráta fyrir utan stofuna vegna þess að hamsturinn minn hafði dáið. „Ertu að gráta yfir dýri?“ spurði hann háðslega. Í menntaskóla, þegar ég loks safnaði kjarki til að leita aðstoðar námsráðgjafa, fékk ég það ráð að hætta námi sem fyrst, því ég myndi hvort eð er aldrei útskrifast. Sem betur fer höfðu þessi orð þveröfug áhrif á mig og ég kláraði námið. En ég velti oft fyrir mér hversu margir hafa látið svona orð brjóta sig niður. Auðvitað voru undantekningar. Englar sem birtust þegar allt var virtist ómögulegt. Eins og Sigrún stærðfræðikennari sem tók mig að sér og sýndi mér að ég gæti vel lært stærðfræði og jafnvel haft gaman af henni. Og Þórður íslenskukennari sem kveikti líf í Íslendingasögunum með ástríðu sinni. En mín upplifun var að þetta heyrði til undantekninga. Flestum virtist bara standa á sama. Þegar ég horfi til baka sé ég hversu margt hefur breyst til hins betra. Hversu mikið hefur áunnist. Hversu mörg börn eiga í dag skóla þar sem líðan þeirra skiptir máli. Hversu margir kennarar vinna störf sín af hjartans alúð og vilja gera vel. En þá vaknar spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér:Eiga þakklæti og pólitík samleið? Ég hef nefnilega stundum fengið þá tilfinningu, sem ég vona að sé röng, að þessi tvö fyrirbæri séu andstæður. Að í pólitík sé meira rými fyrir að benda á það sem er ábótavant en það sem vel hefur tekist. Og stundum finnst mér samfélagsumræðan endurspegla það. Auðvitað er margt sem þarf að bæta. Það er alltaf þannig í samfélagi sem vill vaxa og þroskast. En má ekki líka staldra við og þakka fyrir það sem vel er gert? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég lagt mig fram við að rækta þakklæti. Ekki þannig að ég krefji sjálfa mig um að finna eitthvað ákveðið á hverjum degi, heldur frekar að ég leyfi mér að staldra við þegar það kemur yfir mig. Það er góð tilfinning. Þakklæti minnir mig á að þrátt fyrir alls konar áskoranir sé lífið á svo margan hátt afskaplega gott. Í kjölfarið hef ég meðal annars fundið fyrir miklu þakklæti gagnvart starfsfólki skólanna sem börnin mín hafa gengið í. Hversu vel skólakerfið hefur haldið utanum þau. Hversu mikinn metnað starfsfólkið hefur sýnt, hversu vel það hefur fylgst með líðan barnanna og hversu vel það hefur verið tekið í það þegar þau leita sér aðstoðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér mín eigin skólaganga, þar sem upplifun mín var hinsvegar sú að fáir virtust spá í líðan okkar og sumir jafnvel draga úr manni frekar en að hvetja og styrkja. Ég var ein af þeim sem fékk setninguna „talar of mikið“ á einkunnaspjaldið, og ég gleymi því seint þegar einn kennari sagði við mig: „Já, Berglind,bylur hæst í tómri tunnu.“ Illkvittin setning sem vakti hjá mér skömm í langan tíma á eftir. Eða þegar kennarinn minn skellihló yfir því að ég væri að gráta fyrir utan stofuna vegna þess að hamsturinn minn hafði dáið. „Ertu að gráta yfir dýri?“ spurði hann háðslega. Í menntaskóla, þegar ég loks safnaði kjarki til að leita aðstoðar námsráðgjafa, fékk ég það ráð að hætta námi sem fyrst, því ég myndi hvort eð er aldrei útskrifast. Sem betur fer höfðu þessi orð þveröfug áhrif á mig og ég kláraði námið. En ég velti oft fyrir mér hversu margir hafa látið svona orð brjóta sig niður. Auðvitað voru undantekningar. Englar sem birtust þegar allt var virtist ómögulegt. Eins og Sigrún stærðfræðikennari sem tók mig að sér og sýndi mér að ég gæti vel lært stærðfræði og jafnvel haft gaman af henni. Og Þórður íslenskukennari sem kveikti líf í Íslendingasögunum með ástríðu sinni. En mín upplifun var að þetta heyrði til undantekninga. Flestum virtist bara standa á sama. Þegar ég horfi til baka sé ég hversu margt hefur breyst til hins betra. Hversu mikið hefur áunnist. Hversu mörg börn eiga í dag skóla þar sem líðan þeirra skiptir máli. Hversu margir kennarar vinna störf sín af hjartans alúð og vilja gera vel. En þá vaknar spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér:Eiga þakklæti og pólitík samleið? Ég hef nefnilega stundum fengið þá tilfinningu, sem ég vona að sé röng, að þessi tvö fyrirbæri séu andstæður. Að í pólitík sé meira rými fyrir að benda á það sem er ábótavant en það sem vel hefur tekist. Og stundum finnst mér samfélagsumræðan endurspegla það. Auðvitað er margt sem þarf að bæta. Það er alltaf þannig í samfélagi sem vill vaxa og þroskast. En má ekki líka staldra við og þakka fyrir það sem vel er gert? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun