Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar 2. desember 2025 17:31 „Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og við höfum ekki efni á framtíð þar sem einn af hverjum fimm fullorðnum er útilokaður einfaldlega vegna þess að vinnustaðir eru ekki hannaðir fyrir fjölbreyttar þarfir,“ segir í ályktun norrænu lesblindusamtakanna en árlegur fundur þeirra var haldinn í Helsinki í Finnlandi fyrir skömmu. Undir þetta rituðu fulltrúar lesblindufélaga Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Íslands og Færeyja en ég sat fundinn fyrir hönd Félags lesblindra á Íslandi. Alþjóðlegt starf er samtökum eins og okkar mikilvægt og erlendis verður maður var við vitundarvakningu þegar kemur að lesblindum og aðstæðum þeirra. Á Norðurlöndunum upplifir um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Vinnustaður framtíðarinnar Fundurinn í Helsinki var mjög gagnlegur og mikil umræða var um það hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að líta út með tilliti til þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Vinnustaður sem viðurkennir að námsörðugleikar eru eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannsins ætti að vera fyrirmynd annarra. Hann viðurkennir að fullorðnir vinni úr upplýsingum, eiga samskipti og læri á einstaklingsbundinn hátt. Vinnustaður sem er vinsamlegur þeim sem eru með námsörðugleika krefst ekki flókinna gátlista eða íþyngjandi ferla. Þess í stað byggir hann á einfaldri meginreglu: Þegar allir skilja upplýsingar í raun verður vinnan öruggari, greiðari og jafnari. Í ályktun fundarins í Helsinki segir að vinnustaðir geti stutt þetta með því að tryggja að innri samskipti og nauðsynlegar leiðbeiningar, þar á meðal innleiðingarefni, öryggisleiðbeiningar og verklagsreglur, séu aðgengilegar öllum. „Skýrt tungumál og vel uppbyggðar upplýsingar hjálpa starfsmönnum að skilja hvað skiptir máli. Það er einnig gagnlegt að bjóða upp á möguleikann á að hlusta á efni, til dæmis með texta-í-tal lausnum. Hugulsöm samskipti gagnast öllum, ekki aðeins þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða,“ segir í ályktuninni. Styrkir vinnustaðamenningu Þar er einnig bent á að það að viðurkenna námsmun styrki einnig vinnustaðamenningu. Þegar starfsmenn finna að fjölbreytt vinnubrögð eru viðurkennd eykst öryggistilfinningin. Öryggi myndar grunninn að sköpunargáfu, lausn vandamála og nýsköpun. Þetta gæti virkað augljóst en það er nauðsynlegt að segja það. Nú má spyrja af hverju þurfi að vekja athygli á þessu máli núna? Jú, vinnulífið er að ganga í gegnum eina mikilvægustu breytingu sína í áratugi. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Á sama tíma er ólík nálgun þegar kemur að námi mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta sér möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
„Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og við höfum ekki efni á framtíð þar sem einn af hverjum fimm fullorðnum er útilokaður einfaldlega vegna þess að vinnustaðir eru ekki hannaðir fyrir fjölbreyttar þarfir,“ segir í ályktun norrænu lesblindusamtakanna en árlegur fundur þeirra var haldinn í Helsinki í Finnlandi fyrir skömmu. Undir þetta rituðu fulltrúar lesblindufélaga Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Íslands og Færeyja en ég sat fundinn fyrir hönd Félags lesblindra á Íslandi. Alþjóðlegt starf er samtökum eins og okkar mikilvægt og erlendis verður maður var við vitundarvakningu þegar kemur að lesblindum og aðstæðum þeirra. Á Norðurlöndunum upplifir um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Vinnustaður framtíðarinnar Fundurinn í Helsinki var mjög gagnlegur og mikil umræða var um það hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að líta út með tilliti til þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Vinnustaður sem viðurkennir að námsörðugleikar eru eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannsins ætti að vera fyrirmynd annarra. Hann viðurkennir að fullorðnir vinni úr upplýsingum, eiga samskipti og læri á einstaklingsbundinn hátt. Vinnustaður sem er vinsamlegur þeim sem eru með námsörðugleika krefst ekki flókinna gátlista eða íþyngjandi ferla. Þess í stað byggir hann á einfaldri meginreglu: Þegar allir skilja upplýsingar í raun verður vinnan öruggari, greiðari og jafnari. Í ályktun fundarins í Helsinki segir að vinnustaðir geti stutt þetta með því að tryggja að innri samskipti og nauðsynlegar leiðbeiningar, þar á meðal innleiðingarefni, öryggisleiðbeiningar og verklagsreglur, séu aðgengilegar öllum. „Skýrt tungumál og vel uppbyggðar upplýsingar hjálpa starfsmönnum að skilja hvað skiptir máli. Það er einnig gagnlegt að bjóða upp á möguleikann á að hlusta á efni, til dæmis með texta-í-tal lausnum. Hugulsöm samskipti gagnast öllum, ekki aðeins þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða,“ segir í ályktuninni. Styrkir vinnustaðamenningu Þar er einnig bent á að það að viðurkenna námsmun styrki einnig vinnustaðamenningu. Þegar starfsmenn finna að fjölbreytt vinnubrögð eru viðurkennd eykst öryggistilfinningin. Öryggi myndar grunninn að sköpunargáfu, lausn vandamála og nýsköpun. Þetta gæti virkað augljóst en það er nauðsynlegt að segja það. Nú má spyrja af hverju þurfi að vekja athygli á þessu máli núna? Jú, vinnulífið er að ganga í gegnum eina mikilvægustu breytingu sína í áratugi. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Á sama tíma er ólík nálgun þegar kemur að námi mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta sér möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun