Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar 2. desember 2025 14:02 Á undanförnum árum hafa Norðurlöndin, Svíþjóð og Finnland, gripið til róttækra aðgerða til að endurflokka sínar búsetutengdu lágmarksbætur. Þessi endurflokkun hefur stöðvað greiðslur á grunnlífeyri til þúsunda bótaþega sem búa í útlöndum. Ísland stendur nú frammi fyrir svipuðu vali varðandi grunnlífeyri Tryggingastofnunar. Þrátt fyrir að vera búsetutengd framfærslubót er íslenski grunnlífeyririnn enn flokkaður sem flytjanleg bót innan EES, sem þýðir að hann er greiddur óháð búsetu. Það er afar mikilvægt að árétta að umræddar breytingar hafa enginn áhrif á lífeyri frá lífeyrissjóðum. Lífeyrisgreiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum eru iðgjaldstengdar og byggja á áunnum réttindum. Samkvæmt alþjóðlegum reglum eru þær alltaf flytjanlegar og verða áfram greiddar hvar sem fólk kýs að búa í heiminum, hvort sem er innan eða utan EES/ESB. Breytingarnar snúast eingöngu um búsetutengdar lágmarksbætur sem ríkið greiðir (grunnlífeyri). Greiðslur á íslenskum grunnlífeyri, sem eru ætlaðar til lágmarksframfærslu á Íslandi (einu dýrustu landi Evrópu), eru sendar út til annarra EES-landa, sérstaklega í Suður- og Austur-Evrópu. Þar geta þessar bætur verið margfalt, jafnvel fimm til tíu sinnum, verðmætari vegna lægri framfærslukostnaðar. Íslenskir skattgreiðendur eru þannig að halda uppi háum lífskjörum erlendis af skattfé frá Íslandi, sem er mjög ósanngjarnt. Ríkið ber ekki aðeins kostnað af greiðslum grunnlífeyris heldur einnig kostnað af sjúkratryggingum (S1 vottorðum) þessara lífeyrisþega erlendis. Þessi heildarkostnaður, líkt og dæmi frá Norðurlöndum sýna, getur numið mörgum milljörðum króna á ársgrundvelli. Með því að fylgja fordæmi Svíþjóðar og Finnlands og endurflokka grunnlífeyrinn sem óflytjanlega búsetubót myndi við ná fram sparnaði. Áætlað er að heildarsparnaður vegna stöðvunar greiðslu grunnlífeyris til EES/ESB ríkja myndi nema mörgum milljörðum króna á ári. Þessir fjármunir, sem nú fara til að styrkja lífskjör í útlöndum, losna til að nýta innanlands. Áhrif á fjárhag Sjúkratrygginga Íslands væru mest. Við endurflokkun losnar ríkið undan ábyrgð á heilbrigðiskostnaði þúsunda lífeyrisþega erlendis, sem er oft gríðarlegur kostnaðarliður. Spánverjar og Finnar hafa bent á að þessi sparnaður vegna S1 vottorða sé jafnvel meiri en sparnaðurinn af bótunum sjálfum. Þetta snýst ekki bara um að spara, heldur um að beita fjármunum á réttlátari hátt. Fjárhagslegi sparnaðurinn sem hlýst af endurflokkun gæti verið nýttur til að hækka tekjutryggingu og aðrar lágmarksbætur á Íslandi. Slík hækkun myndi beint styðja þann hóp á Íslandi sem hefur ekki safnað upp miklum lífeyrisréttindum. Með því að hætta að fjármagna há lífskjör annars staðar er hægt að réttlæta hærri og betri lágmarksframfærslu fyrir þá sem virkilega þurfa á henni að halda heima. Með því að endurflokka grunnlífeyri tryggir Ísland að fylgt sé þeirri meginreglu ESB að lágmarksframfærslubætur skuli vera á ábyrgð búsetulandsins. Þannig er komið í veg fyrir ósanngjarnt „bótahopp“ þar sem Íslendingar (eða aðrir EES-borgarar) flytja erlendis til að njóta mikils kaupmáttarmunar á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Það er tími til kominn að Ísland horfist í augu við þá staðreynd að núverandi fyrirkomulag grunnlífeyris er ósanngjarnt gagnvart þeim sem reiða sig á bótakerfið heima. Með því að fylgja lagalegu fordæmi Svíþjóðar og Finnlands getur Ísland sparað milljarða og endurdreift fjármunum á þann hátt að það styrkir þá sem eru fátækastir á Íslandi og tryggir réttlæti í almannatryggingakerfinu. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa Norðurlöndin, Svíþjóð og Finnland, gripið til róttækra aðgerða til að endurflokka sínar búsetutengdu lágmarksbætur. Þessi endurflokkun hefur stöðvað greiðslur á grunnlífeyri til þúsunda bótaþega sem búa í útlöndum. Ísland stendur nú frammi fyrir svipuðu vali varðandi grunnlífeyri Tryggingastofnunar. Þrátt fyrir að vera búsetutengd framfærslubót er íslenski grunnlífeyririnn enn flokkaður sem flytjanleg bót innan EES, sem þýðir að hann er greiddur óháð búsetu. Það er afar mikilvægt að árétta að umræddar breytingar hafa enginn áhrif á lífeyri frá lífeyrissjóðum. Lífeyrisgreiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum eru iðgjaldstengdar og byggja á áunnum réttindum. Samkvæmt alþjóðlegum reglum eru þær alltaf flytjanlegar og verða áfram greiddar hvar sem fólk kýs að búa í heiminum, hvort sem er innan eða utan EES/ESB. Breytingarnar snúast eingöngu um búsetutengdar lágmarksbætur sem ríkið greiðir (grunnlífeyri). Greiðslur á íslenskum grunnlífeyri, sem eru ætlaðar til lágmarksframfærslu á Íslandi (einu dýrustu landi Evrópu), eru sendar út til annarra EES-landa, sérstaklega í Suður- og Austur-Evrópu. Þar geta þessar bætur verið margfalt, jafnvel fimm til tíu sinnum, verðmætari vegna lægri framfærslukostnaðar. Íslenskir skattgreiðendur eru þannig að halda uppi háum lífskjörum erlendis af skattfé frá Íslandi, sem er mjög ósanngjarnt. Ríkið ber ekki aðeins kostnað af greiðslum grunnlífeyris heldur einnig kostnað af sjúkratryggingum (S1 vottorðum) þessara lífeyrisþega erlendis. Þessi heildarkostnaður, líkt og dæmi frá Norðurlöndum sýna, getur numið mörgum milljörðum króna á ársgrundvelli. Með því að fylgja fordæmi Svíþjóðar og Finnlands og endurflokka grunnlífeyrinn sem óflytjanlega búsetubót myndi við ná fram sparnaði. Áætlað er að heildarsparnaður vegna stöðvunar greiðslu grunnlífeyris til EES/ESB ríkja myndi nema mörgum milljörðum króna á ári. Þessir fjármunir, sem nú fara til að styrkja lífskjör í útlöndum, losna til að nýta innanlands. Áhrif á fjárhag Sjúkratrygginga Íslands væru mest. Við endurflokkun losnar ríkið undan ábyrgð á heilbrigðiskostnaði þúsunda lífeyrisþega erlendis, sem er oft gríðarlegur kostnaðarliður. Spánverjar og Finnar hafa bent á að þessi sparnaður vegna S1 vottorða sé jafnvel meiri en sparnaðurinn af bótunum sjálfum. Þetta snýst ekki bara um að spara, heldur um að beita fjármunum á réttlátari hátt. Fjárhagslegi sparnaðurinn sem hlýst af endurflokkun gæti verið nýttur til að hækka tekjutryggingu og aðrar lágmarksbætur á Íslandi. Slík hækkun myndi beint styðja þann hóp á Íslandi sem hefur ekki safnað upp miklum lífeyrisréttindum. Með því að hætta að fjármagna há lífskjör annars staðar er hægt að réttlæta hærri og betri lágmarksframfærslu fyrir þá sem virkilega þurfa á henni að halda heima. Með því að endurflokka grunnlífeyri tryggir Ísland að fylgt sé þeirri meginreglu ESB að lágmarksframfærslubætur skuli vera á ábyrgð búsetulandsins. Þannig er komið í veg fyrir ósanngjarnt „bótahopp“ þar sem Íslendingar (eða aðrir EES-borgarar) flytja erlendis til að njóta mikils kaupmáttarmunar á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Það er tími til kominn að Ísland horfist í augu við þá staðreynd að núverandi fyrirkomulag grunnlífeyris er ósanngjarnt gagnvart þeim sem reiða sig á bótakerfið heima. Með því að fylgja lagalegu fordæmi Svíþjóðar og Finnlands getur Ísland sparað milljarða og endurdreift fjármunum á þann hátt að það styrkir þá sem eru fátækastir á Íslandi og tryggir réttlæti í almannatryggingakerfinu. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun