Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir og Sigurður Hannesson skrifa 2. desember 2025 14:02 Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Sigurður Hannesson Seðlabankinn Lánamál Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun