Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2025 09:00 Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun