Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 19:30 Tom Aspinall er enn að glíma við afleiðingar þess að potað var í bæði augun hans í síðasta bardaga. Getty/ Chris Unger Bardagakappanum Tom Aspinall hefur verið bannað af læknum sínum að snúa aftur í hringinn. Þetta er komið til vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta bardaga. Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sjá meira
Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sjá meira