Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar 1. desember 2025 06:31 Ríki og sveitarfélög á Íslandi hafa um langt skeið átt árangursríkt samstarf í þeim mikilvæga málaflokki að tryggja landsmönnum heilnæmt umhverfi. Þetta samstarf byggir á samspili margra stofnanna en kjarni verkefnisins hefur, í rúma öld, verið í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna. Heilbrigðisnefndirnar vinna í samstarfi við ýmsar stofnanir, s.s. Sóttvarnalækni, Landlækni, sýslumenn, lögreglu, slökkvilið, byggingarfulltrúa, Umhverfis- og orkustofnun, Matvælastofnun og fleiri. Blikur á lofti fyrir heilbrigðisnefndir sveitarfélaga Nú eru blikur á lofti vegna áforma umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóhanns Páls Jóhannssonar ásamt atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínu Friðriksson, um að leggja niður heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna samkvæmt áformum nr. S-160/2025. Þessi breyting myndi rjúfa farsælt samstarf ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum og valda víðtækum og alvarlegum áhrifum. Mikilvægt er að draga fram hvað slíkar breytingar hefðu í för með sér fyrir sveitarfélög verði þau að veruleika. Grundvallarmarkmið vantar í áformin Athygli vekur að grundvallarmarkmið starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (HES) um að tryggja almannaheill skuli vanta í áformunum nr. S-160/2025, birtum í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar er áformað að leggja HES niður, færa verkefni þess til tveggja ríkisstofnana og skilja krefjandi mál eftir hjá sveitarfélögunum. Markmið laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem heilbrigðiseftirlitið byggir á, eru skýr: „að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi“. Að auki tryggja lög nr. 93/1995 um matvæli öryggi, gæði og hollustu matvæla til hagsbóta fyrir neytendur. Heilbrigðiseftirlitið er málsvari hins almenna neytanda og almannaheilla. Áherslur áforma virðast einhliða Áformin virðast ekki taka nægilega mið af þessum markmiðum. Í breytingunum er gert ráð fyrir að verkefni sem afla tekna flytjist til ríkisins en krefjandi og kostnaðarsöm mál sitji eftir hjá sveitarfélögunum. Jafnvel þótt tekjutapið sé hunsað þá missa sveitarfélög mikilvægt verkfæri til að tryggja heilnæmt og öruggt nærumhverfi íbúanna. Sérfræðileg þekking innan sveitarfélaga Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga byggir á yfirgripsmikilli og sértækri þekkingu innan hvers sveitarfélags, sem gerir þeim kleift að bregðast hratt og markvisst við heilsuspillandi aðstæðum og fylgjast með staðbundnum þörfum. Sterk tengsl heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga við aðra innviði sveitarfélagsins eru lykilþáttur í fræðslu, forvörnum og lausn ýmissa mála. Með því að færa eftirlitið frá sveitarstjórnarstiginu er hætta á rofi í þessu mikilvæga samstarfi og samþættingu við aðra þjónustu sveitarfélagsins, svo sem skipulags-, umhverfis- og félagsþjónustu. Með áformunum skapast hætta á eftirfarandi: Erfið mál sem upp koma verða lengur að berast á borð viðeigandi eftirlitsaðila vegna minni nærveru og veikari tengsla við staðbundnar aðstæður. Aukin kostnaður fyrir íbúa og atvinnulíf. Gjaldskrár ríkisstofnana eru almennt hærri en gjaldskrár heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Eftirlitsþegar munu greiða fyrir eftirlit hjá fleiri eftirlitsaðilum. Skortur á sérhæfðri staðbundinni þekkingu sem nauðsynleg er til að meta og bregðast við sértækum aðstæðum í hverju sveitarfélagi. Þverfagleg nálgun veikist þegar eftirlitsverkefnum er skipt á milli tveggja ríkisstofnana með þrengri hlutverkaskipan, sem leiðir til að eftirlit verður ekki heildstætt heldur einhæft. Erfiðara verður að beita þvingunarúrræðum þegar þörf krefur, þar sem heilbrigðisfulltrúar búa yfir sértækum lagalegum heimildum og sérþjálfun, til dæmis við að takamarka starfsemi, í aðkomu að málum vegna sorps, hávaða og ónæði og þegar heilsuspillandi aðstæður hafa skapast. Viðbragðstími við heilsuspillandi aðstæðum lengist þegar ákvörðunar- og framkvæmdarvald færist fjær og miðstýring verður ríkjandi. Takmarkaðra aðgengi fyrir íbúa og atvinnulíf að staðbundnum leiðbeiningum og þjónustu, þar sem starfsfólk verður fjær daglegu lífi íbúa. Minna traust meðal íbúa á eftirlitinu þegar staðbundnir aðilar hverfa úr forgrunni og ákvarðanir eru teknar af aðilum sem eru ótengdir samfélaginu. Aukinni hættu á neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og öryggi almennings, m.a. vegna hættu á spekileka við kerfisbreytingarnar. Óljóst hvar sumar kvartanir/ábendingar munu eiga heima þar sem oft er um að ræða málefni sem falla bæði undir matvælalög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Töf gæti orðið á afgreiðslu erinda ef óljóst er hvar þau eiga heima. Lykilverkfæri í stjórnun heilnæms umhverfis Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga er ekki aðeins eftirlitskerfi heldur lykilverkfæri fyrir virka stjórnun heilnæms umhverfis sem styður við öryggi og lífsgæði íbúa í nærumhverfi sínu. Með því að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga eru sveitarfélög svipt mikilvægu verkfæri og möguleikar þeirra til að tryggja heilsu og öryggi íbúanna minnkar. Sveitarfélög um land allt þurfa að átta sig á því að ef áformin munu ganga eftir og breytingar á heilbrigðiseftirliti verða að veruleika, þá mun það bitna mest á sveitarfélögum landsins. Með von um að stjórnvöld endurskoði áform sín og efli heilbrigðiseftirlitið í landinu. Áhugasamir geta lesið meira um heilbrigðiseftirlit á www.fhu.is. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík og formaður Félags heilbrigðisfulltrúa á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Ríki og sveitarfélög á Íslandi hafa um langt skeið átt árangursríkt samstarf í þeim mikilvæga málaflokki að tryggja landsmönnum heilnæmt umhverfi. Þetta samstarf byggir á samspili margra stofnanna en kjarni verkefnisins hefur, í rúma öld, verið í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna. Heilbrigðisnefndirnar vinna í samstarfi við ýmsar stofnanir, s.s. Sóttvarnalækni, Landlækni, sýslumenn, lögreglu, slökkvilið, byggingarfulltrúa, Umhverfis- og orkustofnun, Matvælastofnun og fleiri. Blikur á lofti fyrir heilbrigðisnefndir sveitarfélaga Nú eru blikur á lofti vegna áforma umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóhanns Páls Jóhannssonar ásamt atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínu Friðriksson, um að leggja niður heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna samkvæmt áformum nr. S-160/2025. Þessi breyting myndi rjúfa farsælt samstarf ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum og valda víðtækum og alvarlegum áhrifum. Mikilvægt er að draga fram hvað slíkar breytingar hefðu í för með sér fyrir sveitarfélög verði þau að veruleika. Grundvallarmarkmið vantar í áformin Athygli vekur að grundvallarmarkmið starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (HES) um að tryggja almannaheill skuli vanta í áformunum nr. S-160/2025, birtum í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar er áformað að leggja HES niður, færa verkefni þess til tveggja ríkisstofnana og skilja krefjandi mál eftir hjá sveitarfélögunum. Markmið laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem heilbrigðiseftirlitið byggir á, eru skýr: „að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi“. Að auki tryggja lög nr. 93/1995 um matvæli öryggi, gæði og hollustu matvæla til hagsbóta fyrir neytendur. Heilbrigðiseftirlitið er málsvari hins almenna neytanda og almannaheilla. Áherslur áforma virðast einhliða Áformin virðast ekki taka nægilega mið af þessum markmiðum. Í breytingunum er gert ráð fyrir að verkefni sem afla tekna flytjist til ríkisins en krefjandi og kostnaðarsöm mál sitji eftir hjá sveitarfélögunum. Jafnvel þótt tekjutapið sé hunsað þá missa sveitarfélög mikilvægt verkfæri til að tryggja heilnæmt og öruggt nærumhverfi íbúanna. Sérfræðileg þekking innan sveitarfélaga Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga byggir á yfirgripsmikilli og sértækri þekkingu innan hvers sveitarfélags, sem gerir þeim kleift að bregðast hratt og markvisst við heilsuspillandi aðstæðum og fylgjast með staðbundnum þörfum. Sterk tengsl heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga við aðra innviði sveitarfélagsins eru lykilþáttur í fræðslu, forvörnum og lausn ýmissa mála. Með því að færa eftirlitið frá sveitarstjórnarstiginu er hætta á rofi í þessu mikilvæga samstarfi og samþættingu við aðra þjónustu sveitarfélagsins, svo sem skipulags-, umhverfis- og félagsþjónustu. Með áformunum skapast hætta á eftirfarandi: Erfið mál sem upp koma verða lengur að berast á borð viðeigandi eftirlitsaðila vegna minni nærveru og veikari tengsla við staðbundnar aðstæður. Aukin kostnaður fyrir íbúa og atvinnulíf. Gjaldskrár ríkisstofnana eru almennt hærri en gjaldskrár heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Eftirlitsþegar munu greiða fyrir eftirlit hjá fleiri eftirlitsaðilum. Skortur á sérhæfðri staðbundinni þekkingu sem nauðsynleg er til að meta og bregðast við sértækum aðstæðum í hverju sveitarfélagi. Þverfagleg nálgun veikist þegar eftirlitsverkefnum er skipt á milli tveggja ríkisstofnana með þrengri hlutverkaskipan, sem leiðir til að eftirlit verður ekki heildstætt heldur einhæft. Erfiðara verður að beita þvingunarúrræðum þegar þörf krefur, þar sem heilbrigðisfulltrúar búa yfir sértækum lagalegum heimildum og sérþjálfun, til dæmis við að takamarka starfsemi, í aðkomu að málum vegna sorps, hávaða og ónæði og þegar heilsuspillandi aðstæður hafa skapast. Viðbragðstími við heilsuspillandi aðstæðum lengist þegar ákvörðunar- og framkvæmdarvald færist fjær og miðstýring verður ríkjandi. Takmarkaðra aðgengi fyrir íbúa og atvinnulíf að staðbundnum leiðbeiningum og þjónustu, þar sem starfsfólk verður fjær daglegu lífi íbúa. Minna traust meðal íbúa á eftirlitinu þegar staðbundnir aðilar hverfa úr forgrunni og ákvarðanir eru teknar af aðilum sem eru ótengdir samfélaginu. Aukinni hættu á neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og öryggi almennings, m.a. vegna hættu á spekileka við kerfisbreytingarnar. Óljóst hvar sumar kvartanir/ábendingar munu eiga heima þar sem oft er um að ræða málefni sem falla bæði undir matvælalög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Töf gæti orðið á afgreiðslu erinda ef óljóst er hvar þau eiga heima. Lykilverkfæri í stjórnun heilnæms umhverfis Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga er ekki aðeins eftirlitskerfi heldur lykilverkfæri fyrir virka stjórnun heilnæms umhverfis sem styður við öryggi og lífsgæði íbúa í nærumhverfi sínu. Með því að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga eru sveitarfélög svipt mikilvægu verkfæri og möguleikar þeirra til að tryggja heilsu og öryggi íbúanna minnkar. Sveitarfélög um land allt þurfa að átta sig á því að ef áformin munu ganga eftir og breytingar á heilbrigðiseftirliti verða að veruleika, þá mun það bitna mest á sveitarfélögum landsins. Með von um að stjórnvöld endurskoði áform sín og efli heilbrigðiseftirlitið í landinu. Áhugasamir geta lesið meira um heilbrigðiseftirlit á www.fhu.is. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík og formaður Félags heilbrigðisfulltrúa á Íslandi
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun