Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 16:39 Steinar Sverrisson hefur verið leiðsögumaður í yfir 25 ár. Samsett Nýtt bílastæði er tilbúið við Skógafoss og gjaldataka hafin. Leiðsögumaður til rúmlegra 25 ára segir að ítrekað sé verið að færa bílastæði fjær vinsælum ferðamannastöðum, leiðsögumönnum til mikilla ama. Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann. Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira