„Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir óvænta lækkun verðbólgu mikil gleðitíðindi. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra segir gleðitíðindi að verðbólga sé komin niður fyrir fjögur prósent og hafi ekki verið minni í fimm ár. Væntingar um hraðari lækkun stýrivaxta hafi aukist hjá honum eins og mörgum öðrum. Greint var frá óvæntri hjöðnun verðbólgu á fimmtudag eftir að Hagstofan birti mælingar á vísitölu neysluverðs fyrir nóvembermánuð. Verðbólgan hjaðnaði um 0,6 prósentustig milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hún hefur því ekki verið minni síðan í desember 2020. „Þetta er mjög gleðilegt. Að einhverju leyti getum við sagt að við höfum átt von á að sjá svona tölur. Kannski ekki alveg svona stórar en það er auðvitað þannig að það hefur verið kólnun á vinnnumarkaði, ákveðin áföll riðið yfir. Kólnun á fasteignamarkaði þannig að þetta hlaut að koma fram fyrir rest,“ segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. „En við verðum svo að bíða og sjá hvernig vindur fram. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig næsta miðlun kemur út.“ Verkalýðsforingjar hafa kallað eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. Næsti fundur nefndarinnar er ekki á dagskrá fyrr en í febrúar. Stýrivextir eru nú 7,25 prósent. „Það er auðvitað Seðlabankans að taka ákvörðun um það. Ég held að þeir eins og ég kannski vilji sjá næstu tölu áður en næstu skref eru tekin. Ég held að við hljótum samt að segja að væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist.“ Viðskiptabankarnir hafa á undanförnum vikum kynnt nýtt lánaframboð í kjölfar mikillar óvissu vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Daði hefur ekki áhyggjur af því að ný lánaleið dragi úr taumhaldi peningastefnunefndar. „Raunar er ég þeirrar skoðunar að það sé jákvætt að kaupendum fasteigna bjóðist fleiri möguleikar. Kannski eina sem ég myndi hafa áhyggjur af og það er bara almennt er að það sem er raunverulega til boða sé neytendum skiljanlegt, að þeir skilji hvaða samninga þeir eru að ganga inn í,“ segir Daði Már. Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27. nóvember 2025 13:03 Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. 27. nóvember 2025 10:39 Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. 27. nóvember 2025 09:03 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Greint var frá óvæntri hjöðnun verðbólgu á fimmtudag eftir að Hagstofan birti mælingar á vísitölu neysluverðs fyrir nóvembermánuð. Verðbólgan hjaðnaði um 0,6 prósentustig milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hún hefur því ekki verið minni síðan í desember 2020. „Þetta er mjög gleðilegt. Að einhverju leyti getum við sagt að við höfum átt von á að sjá svona tölur. Kannski ekki alveg svona stórar en það er auðvitað þannig að það hefur verið kólnun á vinnnumarkaði, ákveðin áföll riðið yfir. Kólnun á fasteignamarkaði þannig að þetta hlaut að koma fram fyrir rest,“ segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. „En við verðum svo að bíða og sjá hvernig vindur fram. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig næsta miðlun kemur út.“ Verkalýðsforingjar hafa kallað eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. Næsti fundur nefndarinnar er ekki á dagskrá fyrr en í febrúar. Stýrivextir eru nú 7,25 prósent. „Það er auðvitað Seðlabankans að taka ákvörðun um það. Ég held að þeir eins og ég kannski vilji sjá næstu tölu áður en næstu skref eru tekin. Ég held að við hljótum samt að segja að væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist.“ Viðskiptabankarnir hafa á undanförnum vikum kynnt nýtt lánaframboð í kjölfar mikillar óvissu vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Daði hefur ekki áhyggjur af því að ný lánaleið dragi úr taumhaldi peningastefnunefndar. „Raunar er ég þeirrar skoðunar að það sé jákvætt að kaupendum fasteigna bjóðist fleiri möguleikar. Kannski eina sem ég myndi hafa áhyggjur af og það er bara almennt er að það sem er raunverulega til boða sé neytendum skiljanlegt, að þeir skilji hvaða samninga þeir eru að ganga inn í,“ segir Daði Már.
Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27. nóvember 2025 13:03 Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. 27. nóvember 2025 10:39 Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. 27. nóvember 2025 09:03 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27. nóvember 2025 13:03
Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. 27. nóvember 2025 10:39
Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. 27. nóvember 2025 09:03