Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 13:16 Cristiano Ronaldo er svo velkominn á HM í Bandaríkjunum að sjálfur forsetinn Donald Trump bauð honum í heimsókn. Ronaldo er alls ekki sá eini sem fengið hefur bann stytt fyrir HM og er Mario Mandzukic annað dæmi. Samsett/Instagram/Getty Margir hafa sett spurningamerki við það að Cristiano Ronaldo fái að vera með á HM í fótbolta næsta sumar frá byrjun, þrátt fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írunum hans Heimis Hallgrímssonar. Bullandi spilling eða eitthvað sem mörg fordæmi eru fyrir? Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjá meira
Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjá meira