Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 10:01 Börn að leik í snjónum sem lagðist yfir á suðvesturhorninu í lok október. Vísir/Anton Brink Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun. Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“ Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“
Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira