Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:18 Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun