Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 23:44 Mál Sýnar á hendur Fjarskiptastofu og Símanum verður tekið til flýtimeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Sýnar hf. telja ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni, þar með talið Enska boltanum, án þess að greiðsla komi fyrir, andstæða eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku flýtimeðferð í máli Sýnar gegn Fjarskiptastofu og Símanum vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar. Í ágúst kærði Sýn ákvörðun Fjarskiptastofu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Niðurstaða nefndarinnar fól í sér verulega styttingu á gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu. Þar var fallist á kröfu Sýnar að hluta. Sýn sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að félagið hafi móttekið ákvörðun Fjarskiptastofu. „Samkvæmt ákvörðun Fjarskiptastofu er það niðurstaða stofnunarinnar að markaðsráðandi fjarskiptafyrirtæki geti krafist aðgangs að efni í opinni dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar SÝN án þess að bera af því kostnað,“ segir í tilkynningunni. „Að mati Sýnar felur slík niðurstaða í sér verulegt frávik frá þeim sjónarmiðum sem liggja að baki eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar.“ Feli í sér eignaupptöku Þá segir að íslenskir einkareknir fjölmiðlar heyi harða baráttu við alþjóðlega tæknirisa og ríkisrekna miðla. „Að Fjarskiptastofa skuli á sama tíma beita stjórnvaldsaðgerðum til að þvinga einkarekinn fjölmiðil til að niðurgreiða rekstur keppinautar síns orkar tvímælis,“ segir í tilkynningunni. Sýn fjárfesti árlega fyrir hundruð milljóna í innlendri dagskrárgerð og fréttaþjónustu. „Að Síminn fái aðgang að þessari fjárfestingu án þess að bera af því kostnað feli að öllum líkindum í sér eignaupptöku.“ Grafi undan hvata til reksturs fréttastofu Þá kemur fram að forsvarsmenn Sýnar telji þá túlkun Fjarskiptastofu á fjölmiðlalögum að óheimilt sé að ákvarða eiganda efnis endurgjald þegar um frístöð er að ræða, ranga. „Væri þetta rétt túlkun eru lögin í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þar kemur skýrt fram að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema fullt verð komi fyrir.“ Taka verði tillit til þeirrar fjárfestingar sem liggi að baki framleiðslu á íslensku efni. Ólíkt Símanum hafi Sýn ekki séð ástæðu til að óska sérstaklega eftir efni Símans í opinni dagskrá. Páll Ásgrímsson, aðallögfræðingur Sýnar, segir grundvallaratriði að íslenskt sjónvarpsefni, sem miklu hefur verið kostað til við framleiðslu, verði ekki gert verðlaust með stjórnvaldsaðgerðum. „Ef skylda á fjölmiðil til að afhenda slík verðmæti til markaðsráðandi samkeppnisaðila þarf sú ákvörðun að byggjast á skýrri heimild og tryggja eðlilegt endurgjald. Þessi ákvörðun grefur undan hvata til að fjárfesta í íslensku efni og halda úti rekstri öflugrar fréttastofu. Sýn mun leita allra leiða til að fá þessari ákvörðun hrundið,“ er haft eftir Páli í fréttatilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Síminn Enski boltinn Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. 1. ágúst 2025 17:47 Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku flýtimeðferð í máli Sýnar gegn Fjarskiptastofu og Símanum vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar. Í ágúst kærði Sýn ákvörðun Fjarskiptastofu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Niðurstaða nefndarinnar fól í sér verulega styttingu á gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu. Þar var fallist á kröfu Sýnar að hluta. Sýn sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að félagið hafi móttekið ákvörðun Fjarskiptastofu. „Samkvæmt ákvörðun Fjarskiptastofu er það niðurstaða stofnunarinnar að markaðsráðandi fjarskiptafyrirtæki geti krafist aðgangs að efni í opinni dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar SÝN án þess að bera af því kostnað,“ segir í tilkynningunni. „Að mati Sýnar felur slík niðurstaða í sér verulegt frávik frá þeim sjónarmiðum sem liggja að baki eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar.“ Feli í sér eignaupptöku Þá segir að íslenskir einkareknir fjölmiðlar heyi harða baráttu við alþjóðlega tæknirisa og ríkisrekna miðla. „Að Fjarskiptastofa skuli á sama tíma beita stjórnvaldsaðgerðum til að þvinga einkarekinn fjölmiðil til að niðurgreiða rekstur keppinautar síns orkar tvímælis,“ segir í tilkynningunni. Sýn fjárfesti árlega fyrir hundruð milljóna í innlendri dagskrárgerð og fréttaþjónustu. „Að Síminn fái aðgang að þessari fjárfestingu án þess að bera af því kostnað feli að öllum líkindum í sér eignaupptöku.“ Grafi undan hvata til reksturs fréttastofu Þá kemur fram að forsvarsmenn Sýnar telji þá túlkun Fjarskiptastofu á fjölmiðlalögum að óheimilt sé að ákvarða eiganda efnis endurgjald þegar um frístöð er að ræða, ranga. „Væri þetta rétt túlkun eru lögin í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þar kemur skýrt fram að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema fullt verð komi fyrir.“ Taka verði tillit til þeirrar fjárfestingar sem liggi að baki framleiðslu á íslensku efni. Ólíkt Símanum hafi Sýn ekki séð ástæðu til að óska sérstaklega eftir efni Símans í opinni dagskrá. Páll Ásgrímsson, aðallögfræðingur Sýnar, segir grundvallaratriði að íslenskt sjónvarpsefni, sem miklu hefur verið kostað til við framleiðslu, verði ekki gert verðlaust með stjórnvaldsaðgerðum. „Ef skylda á fjölmiðil til að afhenda slík verðmæti til markaðsráðandi samkeppnisaðila þarf sú ákvörðun að byggjast á skýrri heimild og tryggja eðlilegt endurgjald. Þessi ákvörðun grefur undan hvata til að fjárfesta í íslensku efni og halda úti rekstri öflugrar fréttastofu. Sýn mun leita allra leiða til að fá þessari ákvörðun hrundið,“ er haft eftir Páli í fréttatilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Síminn Enski boltinn Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. 1. ágúst 2025 17:47 Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. 1. ágúst 2025 17:47
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39