Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 11:32 Mason Greenwood hefur spilað mjög vel fyrir Marseille og er frábær leikmaður en nokkrir verðandi liðsfélagar hans í landsliði Jamaíka vilja ekki fá hann inn í liðið. Getty/Catherine Steenkeste Mason Greenwood gæti spilað fyrir landslið Jamaíku en mögulegir verðandi liðsfélagar hans hoppa ekki beint af kæti yfir því. Jamaíka á enn möguleika á að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. Þar gæti poppað upp leikmaður sem skipti um ríkisfang fyrr á þessu ári. Landsliðsmenn Jamaíka í dag hafa samt lýst yfir óánægju sinni með þá hugmynd að Mason Greenwood gangi til liðs við hópinn fyrir heimsmeistaramótið. Skipti um ríkisfang Greenwood, sem á einn landsleik að baki fyrir England, skipti um ríkisfang til Jamaíka fyrr á þessu ári og fékk vegabréf sitt í ágúst, sem opnaði fyrir þann möguleika að hann gæti spilað fyrir þjóð afa sinna og ömmu. Mason Greenwood is the top scorer in France for Marseille.He is not being considered for England selection by Thomas Tuchel.He is wanted by Jamaica, though, and now has a passport, so he is eligible to play for them.But his possible inclusion is a divisive topic — multiple… pic.twitter.com/1vteNFo9OP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 27, 2025 Þrátt fyrir að hinn 24 ára gamli leikmaður hafi gefið kost á sér í leikjum liðsins í undankeppni HM gegn Trínidad og Tóbagó og Bermúda í september þá vonast Michael Ricketts, forseti knattspyrnusambands Jamaíka, til þess að Greenwood muni spila fyrir Reggístrákana fyrir HM, þar sem hann hafi verið spenntur að koma papprínunum í lag. Í grýttan jarðveg Það gæti hins vegar fallið í grýttan jarðveg hjá liðsfélögum hans hjá Jamaíka, sem hafa lagt hart að sér til að koma þjóðinni á barminn á HM – með umspilsleiki á milli heimsálfa gegn Nýju-Kaledóníu, og síðan mögulega Lýðveldinu Kongó, fram undan í mars. Leikmenn Jamaíka, Isaac Hayden og Amari'i Bell, eru ósáttir. „Ég hef aðeins spilað fyrir Jamaíku í eitt ár og það var nokkur mótspyrna gegn mér þegar ég byrjaði, en ég hef spilað tólf leiki og allir geta séð ástríðu mína og hvernig ég spila leikinn,“ sagði Hayden, sem áður lék með Arsenal og Newcastle og er nú hjá QPR, við The Athletic. „Ég gef allt mitt á vellinum og ég vildi vera þar til að hjálpa Jamaíku að komast áfram á HM.“ Með nöfn á heilanum „Sambandið er með nöfn á heilanum og reynir að fá fleiri leikmenn. Þeir vilja hafa besta liðið á vellinum, en ég sagði við JFF: ‚Ef leikmaður er ekki tilbúinn að skuldbinda sig fyrir síðustu umferð undankeppninnar, nema hann sé meiddur, sé ég ekki hvers vegna hann ætti að ganga til liðs við hópinn í mars eða í lok tímabilsins ef við komumst áfram‘. Það ætti alls ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Hayden. Greenwood var settur í bann af Manchester United í janúar 2022 vegna ásakana sem tengdust ungri konu og stóð frammi fyrir ákærum, þar á meðal fyrir tilraun til nauðgunar og líkamsárás, áður en saksóknari krúnunnar tilkynnti í febrúar 2023 að málið hefði verið látið niður falla. Hann er að endurreisa feril sinn hjá Marseille og er markahæstur í Ligue 1 á þessu tímabili með tíu mörk í tólf leikjum. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Mason Greenwood not being considered for England selection by Thomas Tuchel.Jamaica want him and he now has a passport, so he is eligible to play for them.However, multiple Jamaica players say they have concerns about the prospect of him joining them for… pic.twitter.com/KYgD9Sbu73— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) November 27, 2025 Hayden viðurkenndi að Greenwood væri gæðaleikmaður. „Þetta snýst um grundvallarreglur og heilindi. Ef leikmenn geta bara mætt á svæðið vegna HM, myndi það gera allt saman að farsa. Það myndi segja mikið um leikmanninn og samtökin fyrir að leyfa því að gerast,“ sagði Hayden. Yrði umdeilt Varnarmaður Charlton, Bell, sagði að það yrði „umdeilt“ ef Greenwood – eða einhver annar leikmaður, Dwight McNeil hjá Everton er einnig til skoðunar, gengi seint til liðs við hópinn. „Mörg okkar hafa í mörg ár lagt blóð, svita og tár í að spila fyrir þjóðina, með mörgu sem hefur gengið á bak við tjöldin,“ sagði Bell. „Við höfum þurft að takast á við allt það. Það myndi ekki virðast sanngjarnt gagnvart fólki sem hefur farið í gegnum allt þetta ferli og fær aldrei annað tækifæri til að spila á HM. Þetta er svolítið umdeilt,“ sagði Bell. Hann sagði einnig að það þyrfti að eiga sér stað hópsamtal áður en nýr leikmaður gengi til liðs við hópinn. „Klárlega, sérstaklega þegar um HM er að ræða,“ sagði hann. „Þú vilt hafa góðan anda og góða orku í kringum hópinn. Þú vilt ekki hafa neina fjarlægð á milli leikmanna,“ sagði Bell. Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, sagði í september að hann hefði ekki talað við Greenwood og tók skýrt fram að framherji Marseille væri ekki í hans hugleiðingum. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Jamaíka á enn möguleika á að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. Þar gæti poppað upp leikmaður sem skipti um ríkisfang fyrr á þessu ári. Landsliðsmenn Jamaíka í dag hafa samt lýst yfir óánægju sinni með þá hugmynd að Mason Greenwood gangi til liðs við hópinn fyrir heimsmeistaramótið. Skipti um ríkisfang Greenwood, sem á einn landsleik að baki fyrir England, skipti um ríkisfang til Jamaíka fyrr á þessu ári og fékk vegabréf sitt í ágúst, sem opnaði fyrir þann möguleika að hann gæti spilað fyrir þjóð afa sinna og ömmu. Mason Greenwood is the top scorer in France for Marseille.He is not being considered for England selection by Thomas Tuchel.He is wanted by Jamaica, though, and now has a passport, so he is eligible to play for them.But his possible inclusion is a divisive topic — multiple… pic.twitter.com/1vteNFo9OP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 27, 2025 Þrátt fyrir að hinn 24 ára gamli leikmaður hafi gefið kost á sér í leikjum liðsins í undankeppni HM gegn Trínidad og Tóbagó og Bermúda í september þá vonast Michael Ricketts, forseti knattspyrnusambands Jamaíka, til þess að Greenwood muni spila fyrir Reggístrákana fyrir HM, þar sem hann hafi verið spenntur að koma papprínunum í lag. Í grýttan jarðveg Það gæti hins vegar fallið í grýttan jarðveg hjá liðsfélögum hans hjá Jamaíka, sem hafa lagt hart að sér til að koma þjóðinni á barminn á HM – með umspilsleiki á milli heimsálfa gegn Nýju-Kaledóníu, og síðan mögulega Lýðveldinu Kongó, fram undan í mars. Leikmenn Jamaíka, Isaac Hayden og Amari'i Bell, eru ósáttir. „Ég hef aðeins spilað fyrir Jamaíku í eitt ár og það var nokkur mótspyrna gegn mér þegar ég byrjaði, en ég hef spilað tólf leiki og allir geta séð ástríðu mína og hvernig ég spila leikinn,“ sagði Hayden, sem áður lék með Arsenal og Newcastle og er nú hjá QPR, við The Athletic. „Ég gef allt mitt á vellinum og ég vildi vera þar til að hjálpa Jamaíku að komast áfram á HM.“ Með nöfn á heilanum „Sambandið er með nöfn á heilanum og reynir að fá fleiri leikmenn. Þeir vilja hafa besta liðið á vellinum, en ég sagði við JFF: ‚Ef leikmaður er ekki tilbúinn að skuldbinda sig fyrir síðustu umferð undankeppninnar, nema hann sé meiddur, sé ég ekki hvers vegna hann ætti að ganga til liðs við hópinn í mars eða í lok tímabilsins ef við komumst áfram‘. Það ætti alls ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Hayden. Greenwood var settur í bann af Manchester United í janúar 2022 vegna ásakana sem tengdust ungri konu og stóð frammi fyrir ákærum, þar á meðal fyrir tilraun til nauðgunar og líkamsárás, áður en saksóknari krúnunnar tilkynnti í febrúar 2023 að málið hefði verið látið niður falla. Hann er að endurreisa feril sinn hjá Marseille og er markahæstur í Ligue 1 á þessu tímabili með tíu mörk í tólf leikjum. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Mason Greenwood not being considered for England selection by Thomas Tuchel.Jamaica want him and he now has a passport, so he is eligible to play for them.However, multiple Jamaica players say they have concerns about the prospect of him joining them for… pic.twitter.com/KYgD9Sbu73— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) November 27, 2025 Hayden viðurkenndi að Greenwood væri gæðaleikmaður. „Þetta snýst um grundvallarreglur og heilindi. Ef leikmenn geta bara mætt á svæðið vegna HM, myndi það gera allt saman að farsa. Það myndi segja mikið um leikmanninn og samtökin fyrir að leyfa því að gerast,“ sagði Hayden. Yrði umdeilt Varnarmaður Charlton, Bell, sagði að það yrði „umdeilt“ ef Greenwood – eða einhver annar leikmaður, Dwight McNeil hjá Everton er einnig til skoðunar, gengi seint til liðs við hópinn. „Mörg okkar hafa í mörg ár lagt blóð, svita og tár í að spila fyrir þjóðina, með mörgu sem hefur gengið á bak við tjöldin,“ sagði Bell. „Við höfum þurft að takast á við allt það. Það myndi ekki virðast sanngjarnt gagnvart fólki sem hefur farið í gegnum allt þetta ferli og fær aldrei annað tækifæri til að spila á HM. Þetta er svolítið umdeilt,“ sagði Bell. Hann sagði einnig að það þyrfti að eiga sér stað hópsamtal áður en nýr leikmaður gengi til liðs við hópinn. „Klárlega, sérstaklega þegar um HM er að ræða,“ sagði hann. „Þú vilt hafa góðan anda og góða orku í kringum hópinn. Þú vilt ekki hafa neina fjarlægð á milli leikmanna,“ sagði Bell. Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, sagði í september að hann hefði ekki talað við Greenwood og tók skýrt fram að framherji Marseille væri ekki í hans hugleiðingum.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu