Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2025 07:17 Það kom því miður lítið á óvart á Alþingi í gær þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, gerði lítið annað en að tala um hvað stjórnarandstaðan væri ómöguleg – enn eina ferðina. Að þessu sinni var þetta þó sérstaklega áhugavert því umræðan snerist um hana sjálfa og hvernig henni misfórst að koma í veg fyrir tolla á íslenskan iðnað. Þrátt fyrir að hafa fengið hrós frá formanni og þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í ræðupúlti Alþingis fyrir hagsmunagæslu sína gegn Evrópusambandinu er varðar tolla á íslenskt járnblendi nýtir Þorgerður Katrín hvert tækifæri til að koma höggstað á Sjálfstæðisflokkinn sem kom ekkert að þessu máli - enda í stjórnarandstöðu. Þorgerður er reynslubolti og gerir vel í að drepa málum á dreif í hvert sinn sem spjótin standa að henni, en það hlýtur að vera nýtt met að tala um áhorfendur í málinu sem gerendur þegar að hún sjálf skýtur fram hjá markinu og tekst ekki að verja íslenska hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á augljósar staðreyndir málsins eins og að þessir tollar hafa verið á leiðinni í ellefu mánuði. Svo það sem hefur nú verið staðfest að nýjasti Íslandsvinurinn, Ursula von der Leyen, barðist með kjafti og klóm gegn íslensku atvinnulífi og braut EES-samninginn - þrátt fyrir fagurt gal í hátíðarheimsókn sinni hingað til lands síðasta sumar. „Ekki benda á mig,“ hermir Þorgerður Katrín upp eftir varðstjóranum fræga og tekur enga ábyrgð. Hún gerði sitt, gerði sitt, gerði sitt besta – en það bara dugði ekki og nú er það öðrum að kenna þrátt fyrir hrós fyrir sitt framlag og ákall Sjálfstæðisflokksins um samstöðu í málinu. Orkumálaráðherrann Jóhann Páll Jóhannsson stökk svo Þorgerði til varnar á Facebook í gær og kallaði stjórnarandstöðuna landráðamenn. Allt til þess að slá ryki í augu almennings um hagsmunagæslu sem einfaldlega gekk ekki að þessu sinni. Það óska allir Þorgerði og utanríkisþjónustunni velfarnaðar í áframhaldandi hagsmunagæslu því við þurfum á henni að halda sem þjóð - en svona málflutningur er lítilmannlegur og óþarfur. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Sjá meira
Það kom því miður lítið á óvart á Alþingi í gær þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, gerði lítið annað en að tala um hvað stjórnarandstaðan væri ómöguleg – enn eina ferðina. Að þessu sinni var þetta þó sérstaklega áhugavert því umræðan snerist um hana sjálfa og hvernig henni misfórst að koma í veg fyrir tolla á íslenskan iðnað. Þrátt fyrir að hafa fengið hrós frá formanni og þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í ræðupúlti Alþingis fyrir hagsmunagæslu sína gegn Evrópusambandinu er varðar tolla á íslenskt járnblendi nýtir Þorgerður Katrín hvert tækifæri til að koma höggstað á Sjálfstæðisflokkinn sem kom ekkert að þessu máli - enda í stjórnarandstöðu. Þorgerður er reynslubolti og gerir vel í að drepa málum á dreif í hvert sinn sem spjótin standa að henni, en það hlýtur að vera nýtt met að tala um áhorfendur í málinu sem gerendur þegar að hún sjálf skýtur fram hjá markinu og tekst ekki að verja íslenska hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á augljósar staðreyndir málsins eins og að þessir tollar hafa verið á leiðinni í ellefu mánuði. Svo það sem hefur nú verið staðfest að nýjasti Íslandsvinurinn, Ursula von der Leyen, barðist með kjafti og klóm gegn íslensku atvinnulífi og braut EES-samninginn - þrátt fyrir fagurt gal í hátíðarheimsókn sinni hingað til lands síðasta sumar. „Ekki benda á mig,“ hermir Þorgerður Katrín upp eftir varðstjóranum fræga og tekur enga ábyrgð. Hún gerði sitt, gerði sitt, gerði sitt besta – en það bara dugði ekki og nú er það öðrum að kenna þrátt fyrir hrós fyrir sitt framlag og ákall Sjálfstæðisflokksins um samstöðu í málinu. Orkumálaráðherrann Jóhann Páll Jóhannsson stökk svo Þorgerði til varnar á Facebook í gær og kallaði stjórnarandstöðuna landráðamenn. Allt til þess að slá ryki í augu almennings um hagsmunagæslu sem einfaldlega gekk ekki að þessu sinni. Það óska allir Þorgerði og utanríkisþjónustunni velfarnaðar í áframhaldandi hagsmunagæslu því við þurfum á henni að halda sem þjóð - en svona málflutningur er lítilmannlegur og óþarfur. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar