Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2025 21:00 Arne Slot þarf að finna lausnir á slæmu gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Sigur gegn PSV á morgun kæmi liðinu hins vegar í mjög góð mál í Meistaradeild Evrópu. Getty/Molly Darlington Englandsmeistarar Liverpool eru aðeins í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal, og knattspyrnustjórinn Arne Slot kennir sjálfum sér um stöðuna. Liðið mætir PSV í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er í fínum málum í Meistaradeildinni eftir þrjá sigra í fjórum leikjum en tvö 3-0 töp í röð í úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Manchester City, sýna að ekki er allt með felldu hjá meisturunum sem fóru mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. „Sjálfstraustið er ekki vandamálið hérna. Við verðum að hjálpa okkur að verjast betur. Við erum ekki að gera neitt mikið öðruvísi með boltann frá því á síðustu leiktíð en mörkin sem við fáum á okkur eru það,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við PSV. Liverpool hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en fengið á sig 20, og tapað sex af tólf deildarleikjum sínum til þessa. 🚨 Arne Slot: “I take the responsibility, I feel guilty for it. As a manager I try to lead by example and try even harder."“To be honest I didn't expect to be in this situation, the way we go about it tactically and the quality of players we have”. pic.twitter.com/qFaVBzKtyr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2025 „Ég er búinn að segja það margoft að við finnum aldrei fullnægjandi afsakanir fyrir þessari frammistöðu. Þetta er eitthvað sem hvorki ég né félagið bjóst við, né nokkur annar. En þetta er kannski besta félagið sem lent gæti í svona. Því erfiðari sem hlutirnir verða því meira saman stendur félagið. Fjöldinn af mörkum sem við höfum fengið á okkur er eiginlega fáránlegur fyrir félag eins og okkur. Við fáum á okkur fleiri mörk en á síðustu leiktíð. Á sama tíma á síðustu leiktíð höfðum við ekki fengið á okkur mark úr föstu leikatriði en núna eru þau níu talsins,“ sagði Slot en Hollendingurinn kenndi ekki neinum um nema sjálfum sér: „Ég axla ábyrgð á þessu. Ég kenni sjálfum mér um þetta. Sem knattspyrnustjóri reyni ég að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja mig enn betur fram. Satt best að segja bjóst ég ekki við að vera í þessari stöðu, miðað við hvernig við nálgumst leikina taktískt og gæðin í leikmannahópnum.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Liverpool er í fínum málum í Meistaradeildinni eftir þrjá sigra í fjórum leikjum en tvö 3-0 töp í röð í úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Manchester City, sýna að ekki er allt með felldu hjá meisturunum sem fóru mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. „Sjálfstraustið er ekki vandamálið hérna. Við verðum að hjálpa okkur að verjast betur. Við erum ekki að gera neitt mikið öðruvísi með boltann frá því á síðustu leiktíð en mörkin sem við fáum á okkur eru það,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við PSV. Liverpool hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en fengið á sig 20, og tapað sex af tólf deildarleikjum sínum til þessa. 🚨 Arne Slot: “I take the responsibility, I feel guilty for it. As a manager I try to lead by example and try even harder."“To be honest I didn't expect to be in this situation, the way we go about it tactically and the quality of players we have”. pic.twitter.com/qFaVBzKtyr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2025 „Ég er búinn að segja það margoft að við finnum aldrei fullnægjandi afsakanir fyrir þessari frammistöðu. Þetta er eitthvað sem hvorki ég né félagið bjóst við, né nokkur annar. En þetta er kannski besta félagið sem lent gæti í svona. Því erfiðari sem hlutirnir verða því meira saman stendur félagið. Fjöldinn af mörkum sem við höfum fengið á okkur er eiginlega fáránlegur fyrir félag eins og okkur. Við fáum á okkur fleiri mörk en á síðustu leiktíð. Á sama tíma á síðustu leiktíð höfðum við ekki fengið á okkur mark úr föstu leikatriði en núna eru þau níu talsins,“ sagði Slot en Hollendingurinn kenndi ekki neinum um nema sjálfum sér: „Ég axla ábyrgð á þessu. Ég kenni sjálfum mér um þetta. Sem knattspyrnustjóri reyni ég að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja mig enn betur fram. Satt best að segja bjóst ég ekki við að vera í þessari stöðu, miðað við hvernig við nálgumst leikina taktískt og gæðin í leikmannahópnum.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu