Erlent

Ítalir skylda skíða­fólk til að nota hjálm

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þessi skíðakappi getur eki átt von á sekt.
Þessi skíðakappi getur eki átt von á sekt. Getty

Ítalar hafa samþykkt lög sem gera skíða- og snjóbrettaköppum skylt að nota hjálm á meðan þeir stunda íþróttina. Þeir sem nota ekki hjálminn geta átt von á sekt.

Fjöldi Íslendinga leggur leið sína til Ítalíu ár hvert til að renna sér niður brekkurnar en nú er mikilvægt að gleyma ekki hjálminum heima. Samkvæmt ítalska miðlinum Rai News getur snjóbretta- og skíðafólk verið sektað um að minnsta kosti 150 evrur, tæpar 22 þúsund krónur, fyrir að nota ekki hjálminn. Í einhverjum tilfellum getur skíðapassi viðkomandi verið gerður upptækur.

Lögin tóku gildi 1. nóvember en áður fyrr var einungis börnum skylt að nota hjálm. 

Barbara Milani, sem hefur starfað sem skíðakennari í yfir tuttugu ár, segir langflesta nota hjálminn nú þegar. Hann sé mikilvægur öryggisins vegna, bæði fyrir hana sjálfa og fyrir annað skíðafólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×