Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2025 08:18 Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun