Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar 24. nóvember 2025 17:01 Landsbyggðin er undir árás og framundan eiga landar mínir eina mikilvægustu baráttu í sögu Íslands. Gerðu engin mistök, þetta er baráttan um sál landsins og hver sá sem endar ofan á mun stýra framtíð þjóðarinnar næstu áratugina ef ekki aldirnar. Jöfnun atkvæðanna eins og ríkisstjórnin okkar hefur boðað er ekkert minna en dauðadómur fyrir landsbyggðina alla. Þetta er miklu stærra en bara fimm þingsæti í tveimur kjördæmum og þetta mun hafa víðtæk áhrif á framtíð stjórnmála á Íslandi. Nú þegar, á höfuðborgarsvæðið 36 af 63 sætum á þingi, en með atkvæðajöfnuninni myndu þau fara upp í 41. Ísland er það sem kallað er einingarríki. Það þýðir að stjórnarvaldi á Íslandi er ekki dreyft á milli héraða, heldur er öllu valdi á Íslandi miðjað á höfuðborgarsvæðinu. Það þýðir að ef höfuðborgarsvæðið fengi svona yfirgnæfandi meirihluta á þingi, þá myndu kjósendur þess eignast algjört ákvörðunarvald yfir landsbyggðinni allri. Þegar fylgst hefur verið með stjórnmálum síðustu áratuga, þá mætti halda, að í augum margra stjórnmálamanna okkar, sé landsbyggðin ekki annað en nýlenda Reykjavíkur. Við eigum í þeirra augum einungis að kyngja og þegja, enda séum við lítið annað en „örlítill grenjandi minnihlutahópur“. Endalaust á að vera hægt að skera niður þjónustu, fækka bæjarfélögum og skattleggja iðnað okkar í gjaldþrot. Með þessum fyrirhuguðum breytingum verður það sjónarmið fest í lög. Við megum ekki gefa þetta eftir og við verðum að berjast fyrir þessu með öllu með því sem við höfum. Ef við getum ekki stoppað þessa þróun og þingsæti okkar verða tekin frá okkur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá verðum við að berjast fyrir einhverskonar heimastjórn. Þetta er ekki ný barátta Dana konungur varð einvaldur hér á landi þegar höfðingjar Íslands skrifuðu undir erfðahyllinguna á Kópavogsfundi árið 1662. Með því gáfu þeir frá sér rétt Alþingis til neitunarvalds á lögum konungs og þannig var löggjafavaldið selt úr landi. Við þekkjum flest harðindin sem því fylgdu og ég tel það óþarft að tala um það núna. En eitthvað sem minna er rætt um í dag sem afleiðingu af einvaldinu er hversu illa landið var rekið. Ekki af neinni illsku eða illvilja, heldur einfaldlega afleiðing af því að láta allar helstu ákvarðanir landsins vera teknar af fólki sem bjó yfir 2000 kílómetra fjarlægð frá landinu. Fólk sem hafði aldrei einu sinni séð Ísland á sinni ævi, varla hitt fólk frá Íslandi og vissi lítið eða oft ekkert um almenna lífshætti þeirra, menningu eða þarfir. Fólk sem gerði sér illa grein fyrir íslenskum aðstæðum og hafði lítinn áhuga á að kynna sér það. Oftar en ekki, þá áttu ákvarðanir þeirra einfaldlega ekki við á Íslandi. Lög og stefnur sem voru eflaust góðar hugmyndir í Danmörku og reyndust vel, gátu stangast illa á við íslenskan veruleika og oft bara virkuðu ekki á Íslandi. Stundum voru þessar ákvarðanir konungs hreinlega óframkvæmanlegar á Íslandi. Þar sem Íslendingar höfðu mjög takmarkaða getu til þess að koma áhyggjum sínum til skila, bæði vegna fjarlægðar við Dannörku eða einfaldlega áhugaleysis í Kaupmannahöfn. Þá var þetta raunveruleiki sem Íslendingar þurftu að lifa við í aldir. Þegar einvaldið lagðist svo loks undir lok voru Íslendingar vongóðir um að þessi vitleysa væri loks á enda. Það þótti augljóst að þjóðin þyrfti getu til þess að taka sínar eigin ákvarðanir og því þyrftum við að fá heimastjórn. En það var eitthvað sem stóð aldrei til í Danmörku. Á Þjóðfundinum 1851 átti að innlima Ísland inn í danska ríkið. Landið skildi lagt undir þing Dana og Íslendingum gefið þingsæti inn á því. Þessu mótmæltu Íslendingar harðlega enda hefði þetta verið lítil framför á einvaldinu, þingsæti Íslendinga voru aldrei nóg til þess að breyta neinum ákvörðunum og einvaldið á Íslandi fór frá fulltrúum konungs til danska almúgans. Íslendingar þurftu svo að berjast í áratugi til viðbótar fyrir rétt sínum til heimastjórnar. Staða Íslands í þá daga var ekki svo ólík stöðu landsbyggðarinnar í dag. Stjórnmál eru miðjuð á höfuðborgarsvæðinu, nær allir þingmenn eru upprunnir þaðan og fólkið sem þar býr hefur meira en helminginn af þingsætum landsins. Á sama tíma hefur höfuðborgin mjög takmarkaða tengingu við landsbyggðina og fólkið þar litla þekkingu á lífsháttum hennar og iðnaði. Harðstjórn meirihlutans Skoðanir eru sjaldnast dreyfðar jafnt á milli fólks, heldur eru þær yfirleitt svæðisbundnar. Fólk kýs í takt við raunveruleika umhverfi síns og því eiga skoðanir og hugmyndir til með að skiptast á milli héraða. Gott dæmi um svæðisskiptingu á Íslandi eru skoðanir á sjávarútvegi. Höfuðborgarsvæðið hefur almennt séð mun neikvæðara viðhorf gagnvart sjávarútvegi heldur en landsbyggðin og má segja að stór hluti borgarinnar sjái útgerðir Íslands, bæði stórar og smáar, sem hálfgerða föðurlandssvikara. Á meðan landsbyggðin hefur almennt séð heldur jákvætt viðhorf gagnvæmt þeim. Stóran hluta af þessum skoðunum má rekja í almennt tengingarleysi sem fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur við sjávarútveginn. Oft er talað um að landsbyggðin sé almennt íhaldssamari en höfuðborgin. En það er í raun alltof einfalt svar. Skoðarnir fólks eru ekki eins á Snæfellsnesi og þær eru á Neskaupstað, hvað þá á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað er eðlilegt að við séum öll með skiptar skoðarnir enda er tilgangur lýðræðisins að reyna að finna einhvern jöfnuð á milli ólíkra hópa af fólki. Vandamálin verða hins vegar, þegar eitt eða fleiri svæði eignast svo yfirgnæfandi meirihluta að þeir geta í rauninni þaggað niður í öllum öðrum svæðum. Sá meirihluti getur ef hann kýs svo neitað þjónustu til minnihlutans eða jafnvel eyðilagt fjárhagskerfi annara svæða vegna skiptra skoðanna á atvinnugreininni. Í gegnum tíðina hefur höfuðborgarsvæðið t.d. haft ófáar skoðanir á helstu iðnaðargreinum landsbyggðarinnar, eins og landbúnaði, álverum og sjávarútvegi svo eitthvað sé á minnst. Ef höfuðborgin fær allsherjar ákvörðunarvald á þeim atvinnugreinum, geta þeir í rauninni lagt niður heil héröð í Íslandi án þess að landsbyggðin geti gert mikið til þess að stoppa það. Þetta var vandamál sem menn á öldum áður rákust endurtekið á í sköpun lýðræða á heimsvísu og var þetta kallað „Harðstjórn meirihlutans“. Þetta er eitthvað sem forfeður okkar skildu vel enda skrifuðu þeir skýrar kjördæmareglur í stjórnarskrá okkar. En við erum langt því frá að vera ein um það og það eru mismunandi lausnir, en nær hvert einasta lýðræði í heiminum er með einhverjar varnir gegn þessu. Ísland er einingarríki, sem þýðir að á Íslandi er eitt löggjafavald og ein ríkisstjórn sem tekur ákvarðarnir fyrir allt landið og vald sveitastjórnanna er mjög takmarkað og úthlutað af ríkinu. Þetta er ekkert óeðlilegt enda er meirihluti ríkja á heimsvísu einingarríki. En Ísland er aftur á móti nær sérstætt í heiminum, þar sem hlutfall höfuðborgarsvæðisins er svona yfirgnæfandi á heildar fólksfjölda landsins. Fyrir utan Ísland þá eru eiginlega ekki til dæmi um það á heimsvísu, nema í örsmáum borgaríkjum, að yfir 65% af kjósendum búi allir á einum stað. Í því samhengi er ekki hægt að bera okkur samann við aðrar Norðurlandaþjóðir. Einhver þarf að vera með mesta mismuninn og við erum lang öfgakenndust í dreifingu búsetu þjóðarinnar og því má við því búast að dreifing atkvæða sé mest öfgakennd líka. Ísland getur ekki bæði ætlað sér að vera einingarríki þar sem öllu er stjórnað úr Reykjavík og á sama tíma leyft höfuðborgarsvæðinu að eiga stjórnandi meirihluta inn á þingi. Ef jafna á atkvæðin, verður höfuðborgarsvæðið að hitta okkur í miðjuni og vera tilbúið að dreifa ríkisvaldinu og gefa landsbyggðarsvæðum meira ákvörðunarvald um sín eigin héröð. Landsbyggðin verður að fá heimastjórn! Landsbyggðin borgar brúsann Það hefur lengi legið í loftinu hjá mörgum landanum, að landsbyggðin sé einhverskonar þungi á landinu, eins og þetta séu allt einhverskonar deyjandi samfélög sem höfuðborgin þarf að halda uppi. Samfélög sem best væri að leyfa að lognast út af, svo efnahagskerfið geti loksins verið frjálst frá henni. Þetta getur ekki verið lengra frá veruleikanum. Staðreyndin er sú að án landsbyggðarinnar eigum við ekkert fjárhagskerfi og það er meira og minna landsbyggðin sem borgar brúsann. Skoðum stærstu iðjur Íslands og hluta þeirra af heildar landsframleiðslu í grófum dráttum: Sjávarútvegurinn er um 30% af landsframleiðslu, ferðaþjónustan önnur 30%, stóriðja um 8% og ef við hendum landbúnaði ofan á fáum við önnur 2%. Þarna erum við með um 70% af Íslenska fjárhagskerfinu lagt fyrir framan okkur. Hvað eiga allar þessar iðnaðagreinir sameiginlegt? Þær eru allar reknar af Landsbyggðinni. Sjávarútveginn er auðvelt að rekja, innan við 10% af aflanum er landað á höfuðborgarsvæðinu. Þungiðjan er annað sem auðvelt er að rekja, höfuðborgarsvæðið framleiðir rétt um 23% af öllu áli í landinu, og þá er ekki minnst á framleiðslu líkt og járnblendið á Grundatanga. Þegar allt er tekið saman þá er um 80-90% af þessari iðnaðargrein staðsett á landsbyggðinni. Erfiðara er að reikna ferðaþjónustuna. Það er nokkuð ljóst að yfirgnæfandi meirihluti af ferðaþjónustunni er annaðhvort á landsbyggðinni beint eða seldar ferðir og þjónusta á landsbyggðina frá höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarsvæðið sjálft er ekki mikill aðdragandi og þessi iðnaður væri ekki til án landsbyggðarinnar. Ég held að landbúnaðurinn sé nokkuð augljós, því hann er eiginlega ekki til á höfuðborgarsvæðinu. Ef að við erum rausnarleg og segjum að höfuðborgarsvæðið eigi fjórðung af ferðaþjónustunni. Þá er landsbyggðin ábyrg fyrir rétt tæpum 60% af íslenska fjárhagskerfinu bara í þessum fjórum iðnaðargreinum. Þá eigum við eftir allar litlu greinarnar sem finnast um land allt sem starfa fyrir utan þessar iðjur. Yfirgnæfandi meirihluti skatt tekna frá landsbyggðinni renna til ríkisins og þaðan til höfuðborgarsvæðisins. Þannig að stærðfræðidæmið er dálítið flóknara en „við erum í meirihluta og því eigum við að fá að stjórna þinginu“. Höfuðborgarsvæðið er í meirihluta af því að landsbyggðin heldur því uppi. Ef stofnunum Íslands væri t.d. dreift jafnara um landið, væri fólksfjöldi miklu jafnari líka. Heimastjórn Landsbyggðin hefur hingað til getað kyngt því að ríkið hafi svona mikið miðvald á landinu, vegna þess að við gátum þó allavega reitt á ásættannlegt hlutfall af þinginu. Ef það á að taka það frá okkur, verðum við að fara fram á dreifingu ríkisvalds og meiri heimastjórn í hverjum landsfjórðungi. Við verðum að geta tekið okkar eigin svæðisbundnar ákvarðanir. Ef þið farið fram á að taka atkvæðin okkar, þá skulum við taka peninginn okkar til baka. Landsbyggðin verður að láta raddir sínar heyrast! Höfundur er landsbyggðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Landsbyggðin er undir árás og framundan eiga landar mínir eina mikilvægustu baráttu í sögu Íslands. Gerðu engin mistök, þetta er baráttan um sál landsins og hver sá sem endar ofan á mun stýra framtíð þjóðarinnar næstu áratugina ef ekki aldirnar. Jöfnun atkvæðanna eins og ríkisstjórnin okkar hefur boðað er ekkert minna en dauðadómur fyrir landsbyggðina alla. Þetta er miklu stærra en bara fimm þingsæti í tveimur kjördæmum og þetta mun hafa víðtæk áhrif á framtíð stjórnmála á Íslandi. Nú þegar, á höfuðborgarsvæðið 36 af 63 sætum á þingi, en með atkvæðajöfnuninni myndu þau fara upp í 41. Ísland er það sem kallað er einingarríki. Það þýðir að stjórnarvaldi á Íslandi er ekki dreyft á milli héraða, heldur er öllu valdi á Íslandi miðjað á höfuðborgarsvæðinu. Það þýðir að ef höfuðborgarsvæðið fengi svona yfirgnæfandi meirihluta á þingi, þá myndu kjósendur þess eignast algjört ákvörðunarvald yfir landsbyggðinni allri. Þegar fylgst hefur verið með stjórnmálum síðustu áratuga, þá mætti halda, að í augum margra stjórnmálamanna okkar, sé landsbyggðin ekki annað en nýlenda Reykjavíkur. Við eigum í þeirra augum einungis að kyngja og þegja, enda séum við lítið annað en „örlítill grenjandi minnihlutahópur“. Endalaust á að vera hægt að skera niður þjónustu, fækka bæjarfélögum og skattleggja iðnað okkar í gjaldþrot. Með þessum fyrirhuguðum breytingum verður það sjónarmið fest í lög. Við megum ekki gefa þetta eftir og við verðum að berjast fyrir þessu með öllu með því sem við höfum. Ef við getum ekki stoppað þessa þróun og þingsæti okkar verða tekin frá okkur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá verðum við að berjast fyrir einhverskonar heimastjórn. Þetta er ekki ný barátta Dana konungur varð einvaldur hér á landi þegar höfðingjar Íslands skrifuðu undir erfðahyllinguna á Kópavogsfundi árið 1662. Með því gáfu þeir frá sér rétt Alþingis til neitunarvalds á lögum konungs og þannig var löggjafavaldið selt úr landi. Við þekkjum flest harðindin sem því fylgdu og ég tel það óþarft að tala um það núna. En eitthvað sem minna er rætt um í dag sem afleiðingu af einvaldinu er hversu illa landið var rekið. Ekki af neinni illsku eða illvilja, heldur einfaldlega afleiðing af því að láta allar helstu ákvarðanir landsins vera teknar af fólki sem bjó yfir 2000 kílómetra fjarlægð frá landinu. Fólk sem hafði aldrei einu sinni séð Ísland á sinni ævi, varla hitt fólk frá Íslandi og vissi lítið eða oft ekkert um almenna lífshætti þeirra, menningu eða þarfir. Fólk sem gerði sér illa grein fyrir íslenskum aðstæðum og hafði lítinn áhuga á að kynna sér það. Oftar en ekki, þá áttu ákvarðanir þeirra einfaldlega ekki við á Íslandi. Lög og stefnur sem voru eflaust góðar hugmyndir í Danmörku og reyndust vel, gátu stangast illa á við íslenskan veruleika og oft bara virkuðu ekki á Íslandi. Stundum voru þessar ákvarðanir konungs hreinlega óframkvæmanlegar á Íslandi. Þar sem Íslendingar höfðu mjög takmarkaða getu til þess að koma áhyggjum sínum til skila, bæði vegna fjarlægðar við Dannörku eða einfaldlega áhugaleysis í Kaupmannahöfn. Þá var þetta raunveruleiki sem Íslendingar þurftu að lifa við í aldir. Þegar einvaldið lagðist svo loks undir lok voru Íslendingar vongóðir um að þessi vitleysa væri loks á enda. Það þótti augljóst að þjóðin þyrfti getu til þess að taka sínar eigin ákvarðanir og því þyrftum við að fá heimastjórn. En það var eitthvað sem stóð aldrei til í Danmörku. Á Þjóðfundinum 1851 átti að innlima Ísland inn í danska ríkið. Landið skildi lagt undir þing Dana og Íslendingum gefið þingsæti inn á því. Þessu mótmæltu Íslendingar harðlega enda hefði þetta verið lítil framför á einvaldinu, þingsæti Íslendinga voru aldrei nóg til þess að breyta neinum ákvörðunum og einvaldið á Íslandi fór frá fulltrúum konungs til danska almúgans. Íslendingar þurftu svo að berjast í áratugi til viðbótar fyrir rétt sínum til heimastjórnar. Staða Íslands í þá daga var ekki svo ólík stöðu landsbyggðarinnar í dag. Stjórnmál eru miðjuð á höfuðborgarsvæðinu, nær allir þingmenn eru upprunnir þaðan og fólkið sem þar býr hefur meira en helminginn af þingsætum landsins. Á sama tíma hefur höfuðborgin mjög takmarkaða tengingu við landsbyggðina og fólkið þar litla þekkingu á lífsháttum hennar og iðnaði. Harðstjórn meirihlutans Skoðanir eru sjaldnast dreyfðar jafnt á milli fólks, heldur eru þær yfirleitt svæðisbundnar. Fólk kýs í takt við raunveruleika umhverfi síns og því eiga skoðanir og hugmyndir til með að skiptast á milli héraða. Gott dæmi um svæðisskiptingu á Íslandi eru skoðanir á sjávarútvegi. Höfuðborgarsvæðið hefur almennt séð mun neikvæðara viðhorf gagnvart sjávarútvegi heldur en landsbyggðin og má segja að stór hluti borgarinnar sjái útgerðir Íslands, bæði stórar og smáar, sem hálfgerða föðurlandssvikara. Á meðan landsbyggðin hefur almennt séð heldur jákvætt viðhorf gagnvæmt þeim. Stóran hluta af þessum skoðunum má rekja í almennt tengingarleysi sem fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur við sjávarútveginn. Oft er talað um að landsbyggðin sé almennt íhaldssamari en höfuðborgin. En það er í raun alltof einfalt svar. Skoðarnir fólks eru ekki eins á Snæfellsnesi og þær eru á Neskaupstað, hvað þá á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað er eðlilegt að við séum öll með skiptar skoðarnir enda er tilgangur lýðræðisins að reyna að finna einhvern jöfnuð á milli ólíkra hópa af fólki. Vandamálin verða hins vegar, þegar eitt eða fleiri svæði eignast svo yfirgnæfandi meirihluta að þeir geta í rauninni þaggað niður í öllum öðrum svæðum. Sá meirihluti getur ef hann kýs svo neitað þjónustu til minnihlutans eða jafnvel eyðilagt fjárhagskerfi annara svæða vegna skiptra skoðanna á atvinnugreininni. Í gegnum tíðina hefur höfuðborgarsvæðið t.d. haft ófáar skoðanir á helstu iðnaðargreinum landsbyggðarinnar, eins og landbúnaði, álverum og sjávarútvegi svo eitthvað sé á minnst. Ef höfuðborgin fær allsherjar ákvörðunarvald á þeim atvinnugreinum, geta þeir í rauninni lagt niður heil héröð í Íslandi án þess að landsbyggðin geti gert mikið til þess að stoppa það. Þetta var vandamál sem menn á öldum áður rákust endurtekið á í sköpun lýðræða á heimsvísu og var þetta kallað „Harðstjórn meirihlutans“. Þetta er eitthvað sem forfeður okkar skildu vel enda skrifuðu þeir skýrar kjördæmareglur í stjórnarskrá okkar. En við erum langt því frá að vera ein um það og það eru mismunandi lausnir, en nær hvert einasta lýðræði í heiminum er með einhverjar varnir gegn þessu. Ísland er einingarríki, sem þýðir að á Íslandi er eitt löggjafavald og ein ríkisstjórn sem tekur ákvarðarnir fyrir allt landið og vald sveitastjórnanna er mjög takmarkað og úthlutað af ríkinu. Þetta er ekkert óeðlilegt enda er meirihluti ríkja á heimsvísu einingarríki. En Ísland er aftur á móti nær sérstætt í heiminum, þar sem hlutfall höfuðborgarsvæðisins er svona yfirgnæfandi á heildar fólksfjölda landsins. Fyrir utan Ísland þá eru eiginlega ekki til dæmi um það á heimsvísu, nema í örsmáum borgaríkjum, að yfir 65% af kjósendum búi allir á einum stað. Í því samhengi er ekki hægt að bera okkur samann við aðrar Norðurlandaþjóðir. Einhver þarf að vera með mesta mismuninn og við erum lang öfgakenndust í dreifingu búsetu þjóðarinnar og því má við því búast að dreifing atkvæða sé mest öfgakennd líka. Ísland getur ekki bæði ætlað sér að vera einingarríki þar sem öllu er stjórnað úr Reykjavík og á sama tíma leyft höfuðborgarsvæðinu að eiga stjórnandi meirihluta inn á þingi. Ef jafna á atkvæðin, verður höfuðborgarsvæðið að hitta okkur í miðjuni og vera tilbúið að dreifa ríkisvaldinu og gefa landsbyggðarsvæðum meira ákvörðunarvald um sín eigin héröð. Landsbyggðin verður að fá heimastjórn! Landsbyggðin borgar brúsann Það hefur lengi legið í loftinu hjá mörgum landanum, að landsbyggðin sé einhverskonar þungi á landinu, eins og þetta séu allt einhverskonar deyjandi samfélög sem höfuðborgin þarf að halda uppi. Samfélög sem best væri að leyfa að lognast út af, svo efnahagskerfið geti loksins verið frjálst frá henni. Þetta getur ekki verið lengra frá veruleikanum. Staðreyndin er sú að án landsbyggðarinnar eigum við ekkert fjárhagskerfi og það er meira og minna landsbyggðin sem borgar brúsann. Skoðum stærstu iðjur Íslands og hluta þeirra af heildar landsframleiðslu í grófum dráttum: Sjávarútvegurinn er um 30% af landsframleiðslu, ferðaþjónustan önnur 30%, stóriðja um 8% og ef við hendum landbúnaði ofan á fáum við önnur 2%. Þarna erum við með um 70% af Íslenska fjárhagskerfinu lagt fyrir framan okkur. Hvað eiga allar þessar iðnaðagreinir sameiginlegt? Þær eru allar reknar af Landsbyggðinni. Sjávarútveginn er auðvelt að rekja, innan við 10% af aflanum er landað á höfuðborgarsvæðinu. Þungiðjan er annað sem auðvelt er að rekja, höfuðborgarsvæðið framleiðir rétt um 23% af öllu áli í landinu, og þá er ekki minnst á framleiðslu líkt og járnblendið á Grundatanga. Þegar allt er tekið saman þá er um 80-90% af þessari iðnaðargrein staðsett á landsbyggðinni. Erfiðara er að reikna ferðaþjónustuna. Það er nokkuð ljóst að yfirgnæfandi meirihluti af ferðaþjónustunni er annaðhvort á landsbyggðinni beint eða seldar ferðir og þjónusta á landsbyggðina frá höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarsvæðið sjálft er ekki mikill aðdragandi og þessi iðnaður væri ekki til án landsbyggðarinnar. Ég held að landbúnaðurinn sé nokkuð augljós, því hann er eiginlega ekki til á höfuðborgarsvæðinu. Ef að við erum rausnarleg og segjum að höfuðborgarsvæðið eigi fjórðung af ferðaþjónustunni. Þá er landsbyggðin ábyrg fyrir rétt tæpum 60% af íslenska fjárhagskerfinu bara í þessum fjórum iðnaðargreinum. Þá eigum við eftir allar litlu greinarnar sem finnast um land allt sem starfa fyrir utan þessar iðjur. Yfirgnæfandi meirihluti skatt tekna frá landsbyggðinni renna til ríkisins og þaðan til höfuðborgarsvæðisins. Þannig að stærðfræðidæmið er dálítið flóknara en „við erum í meirihluta og því eigum við að fá að stjórna þinginu“. Höfuðborgarsvæðið er í meirihluta af því að landsbyggðin heldur því uppi. Ef stofnunum Íslands væri t.d. dreift jafnara um landið, væri fólksfjöldi miklu jafnari líka. Heimastjórn Landsbyggðin hefur hingað til getað kyngt því að ríkið hafi svona mikið miðvald á landinu, vegna þess að við gátum þó allavega reitt á ásættannlegt hlutfall af þinginu. Ef það á að taka það frá okkur, verðum við að fara fram á dreifingu ríkisvalds og meiri heimastjórn í hverjum landsfjórðungi. Við verðum að geta tekið okkar eigin svæðisbundnar ákvarðanir. Ef þið farið fram á að taka atkvæðin okkar, þá skulum við taka peninginn okkar til baka. Landsbyggðin verður að láta raddir sínar heyrast! Höfundur er landsbyggðarmaður.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun