Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar 24. nóvember 2025 15:03 Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun