Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Sjá meira
Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun