Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 15:09 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er undir mikill pressu og enn meiri eftir hræðileg úrslit í gær. Getty/Visionhaus Það er enginn vafi í huga helsta knattspyrnusérfræðings breska ríkisútvarpsins. Það er sannkallað krísuástand á Anfield eftir hryllinginn í gær. „Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
„Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira