„Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2025 15:01 Appelsínugul rafhlaupahjól Zolo voru algeng sjón á götum Reykjavíkur um nokkurt skeið. Vísir/Samsett „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti sem bjóða upp á fjölbreytt úrval leikja,“ stendur undir stórum vélþýddum flipa á heimasíðu rafskútuleigunnar Zolo sem margir Reykvíkingar kannast eflaust við. Félagið hætti starfsemi í byrjun árs en hefur ekki hafið innreið inn á netfjárhættuspilamarkaðinn, enda kom fyrrverandi eiganda og framkvæmdastjóra félagsins af fjöllum þegar blaðamaður bar þetta undir hann. Zolo var brautryðjandi á rafhlaupahjólamarkaðinum þegar hann gerði sig gildan samgöngukost í Reykjavík. Framan af voru það aðallega Hopp og Zolo sem gerðu rafskútur út en fljótt fór að bætast í flóruna og litrík rafhlaupahjól dreifðust um alla borg. Félagið varð hins vegar undir í harðri samkeppni og var afskráð í febrúar á þessu ári. Komu af fjöllum Félagið City Bikes ehf. var stofnað árið 2019 af þeim Helga Ólafssyni og Guðjóni Sverri Rafnssyni og gerði félagið út appelsínugular rafskútur Zolo fram til upphafs þessa árs. Þegar City Bikes ehf., sem hafði þá breytt um nafn, var afskráð vísaði ZoloIceland.is í kennitölu annars félags sem var í eigu Guðjóns Sverris fyrrnefnds, Regndropa ehf., sem annaðist innflutning á kósýgöllum en hefur nú einnig verið afskráð. Casino-flipi heimasíðu Zolo er væntanlega verk nýrra eigenda lénsins.Skjáskot Adam Karl Helgason var framkvæmdastjóri Zolo um nokkurt skeið og setti sömuleiðis upp og sá um heimasíðu félagsins. Það kom honum stórkostlega á óvart þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans og sagði honum frá því að heimasíðan, sem ber enn nafn og merki rafhlaupahjólafélagsins, væri nú auglýsingasíða fyrir netspilavíti. „Frábærir móttökubónusar“ Útlit heimasíðunnar hafði breyst talsvert frá því að félagið hætti að greiða fyrir lénið en auglýsir enn rafhlaupahjólaleiguþjónustu sem hefur ekki starfað í þónokkra mánuði. Á meðal flipa síðunnar, við hlið skilmála fyrir rafhlaupahjólaleigu er nú flipinn Casino og smelli maður á hann er umfangsmikill „leiðarvísir“ um netspilavítaflóruna. Á síðunni kemur fram að spilavítamarkaðurinn á Íslandi hafi vaxið hratt og að á ZoloIceland geti maður nálgast áreiðanlegar upplýsingar um hvar Íslendingum bjóðist bestu fjárhættukjörin. Zolo-hjól urðu undir á hörðum rafhlaupahjólamarkaðnum fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Við hjá Zolo Iceland höfum metið og prófað fjölda spilavíta fyrir íslenska notendur. Hér finnur þú umsagnir, samanburð og ráðleggingar sem hjálpa þér að velja besta spilavíti á netinu árið 2025. Hvort sem þú ert að leita að frábærum móttökubónusum, fjölbreyttu leikjavali eða einfaldri innborgun, þá finnur þú allt sem þú þarft til að byrja öruggt og ábyrgt,“ stendur á síðunni. Þar fyrir neðan er hlekkjað á fjölda síðna sem núverandi umsjónarmenn síðunnar vilja meina að bjóði Íslendingum upp á hagstæðustu fjárhættuspilin. Umsjónarmennirnir segjast leggja mikla áherslu á að prófa spilavíti á sanngjarnan og gagnlegan hátt. Neðst á síðunni er svo vitnað í lög um happdrætti á heimasíðu Alþingis. Lénið keypt Adam Karl og Guðjón Sverrir árétta að þeir reki ekki síðuna og hafi ekki gert frá því að félagið var afskráð. Félagið hafi samhliða því að hætta starfsemi hætt að greiða fyrir lénið zoloiceland.is. Leiða má því líkur að því að einhver misprúttinn aðili hafi keypt lénið og nýtt sér vörumerki Zolo til að láta í veðri vaka að íslenskt fyrirtæki gæfi upptöldum netspilavítum gæðastimpil sinn. Þar sem lénið hafði verið keypt og félagið afskráð hafa þeir Adam og Guðjón enga leið til að taka síðuna niður eða breyta innihaldi hennar á neinn hátt. Á heimasíðu Zolo kemur fram að félagið sé rekið á kennitölu Regndropa ehf., annars félags Guðjóns Sverris, sem hann áréttar þó að sé einnig afskráð. Samkvæmt skráningarskírteini zoloiceland.is á heimasíðu Isnic er núverandi eigandi lénsins Chris Maxxa. Hann er skráður til heimilisfangs í bænum San Ġwann í Möltu en algengt er að skrá netspílavíti til heimilis þar í landi vegna rúmrar fjárhættuspilalöggjafar. Íslenskt símanúmer er skráð í skírteinið, hins vegar eru átta tölustafir í því og því svaraði augljóslega enginn þegar blaðamaður hringdi. Fjárhættuspil Rafhlaupahjól Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Zolo var brautryðjandi á rafhlaupahjólamarkaðinum þegar hann gerði sig gildan samgöngukost í Reykjavík. Framan af voru það aðallega Hopp og Zolo sem gerðu rafskútur út en fljótt fór að bætast í flóruna og litrík rafhlaupahjól dreifðust um alla borg. Félagið varð hins vegar undir í harðri samkeppni og var afskráð í febrúar á þessu ári. Komu af fjöllum Félagið City Bikes ehf. var stofnað árið 2019 af þeim Helga Ólafssyni og Guðjóni Sverri Rafnssyni og gerði félagið út appelsínugular rafskútur Zolo fram til upphafs þessa árs. Þegar City Bikes ehf., sem hafði þá breytt um nafn, var afskráð vísaði ZoloIceland.is í kennitölu annars félags sem var í eigu Guðjóns Sverris fyrrnefnds, Regndropa ehf., sem annaðist innflutning á kósýgöllum en hefur nú einnig verið afskráð. Casino-flipi heimasíðu Zolo er væntanlega verk nýrra eigenda lénsins.Skjáskot Adam Karl Helgason var framkvæmdastjóri Zolo um nokkurt skeið og setti sömuleiðis upp og sá um heimasíðu félagsins. Það kom honum stórkostlega á óvart þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans og sagði honum frá því að heimasíðan, sem ber enn nafn og merki rafhlaupahjólafélagsins, væri nú auglýsingasíða fyrir netspilavíti. „Frábærir móttökubónusar“ Útlit heimasíðunnar hafði breyst talsvert frá því að félagið hætti að greiða fyrir lénið en auglýsir enn rafhlaupahjólaleiguþjónustu sem hefur ekki starfað í þónokkra mánuði. Á meðal flipa síðunnar, við hlið skilmála fyrir rafhlaupahjólaleigu er nú flipinn Casino og smelli maður á hann er umfangsmikill „leiðarvísir“ um netspilavítaflóruna. Á síðunni kemur fram að spilavítamarkaðurinn á Íslandi hafi vaxið hratt og að á ZoloIceland geti maður nálgast áreiðanlegar upplýsingar um hvar Íslendingum bjóðist bestu fjárhættukjörin. Zolo-hjól urðu undir á hörðum rafhlaupahjólamarkaðnum fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Við hjá Zolo Iceland höfum metið og prófað fjölda spilavíta fyrir íslenska notendur. Hér finnur þú umsagnir, samanburð og ráðleggingar sem hjálpa þér að velja besta spilavíti á netinu árið 2025. Hvort sem þú ert að leita að frábærum móttökubónusum, fjölbreyttu leikjavali eða einfaldri innborgun, þá finnur þú allt sem þú þarft til að byrja öruggt og ábyrgt,“ stendur á síðunni. Þar fyrir neðan er hlekkjað á fjölda síðna sem núverandi umsjónarmenn síðunnar vilja meina að bjóði Íslendingum upp á hagstæðustu fjárhættuspilin. Umsjónarmennirnir segjast leggja mikla áherslu á að prófa spilavíti á sanngjarnan og gagnlegan hátt. Neðst á síðunni er svo vitnað í lög um happdrætti á heimasíðu Alþingis. Lénið keypt Adam Karl og Guðjón Sverrir árétta að þeir reki ekki síðuna og hafi ekki gert frá því að félagið var afskráð. Félagið hafi samhliða því að hætta starfsemi hætt að greiða fyrir lénið zoloiceland.is. Leiða má því líkur að því að einhver misprúttinn aðili hafi keypt lénið og nýtt sér vörumerki Zolo til að láta í veðri vaka að íslenskt fyrirtæki gæfi upptöldum netspilavítum gæðastimpil sinn. Þar sem lénið hafði verið keypt og félagið afskráð hafa þeir Adam og Guðjón enga leið til að taka síðuna niður eða breyta innihaldi hennar á neinn hátt. Á heimasíðu Zolo kemur fram að félagið sé rekið á kennitölu Regndropa ehf., annars félags Guðjóns Sverris, sem hann áréttar þó að sé einnig afskráð. Samkvæmt skráningarskírteini zoloiceland.is á heimasíðu Isnic er núverandi eigandi lénsins Chris Maxxa. Hann er skráður til heimilisfangs í bænum San Ġwann í Möltu en algengt er að skrá netspílavíti til heimilis þar í landi vegna rúmrar fjárhættuspilalöggjafar. Íslenskt símanúmer er skráð í skírteinið, hins vegar eru átta tölustafir í því og því svaraði augljóslega enginn þegar blaðamaður hringdi.
Fjárhættuspil Rafhlaupahjól Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira