Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 22:03 Pep Guardiola, ýtir hér myndatökumanni Sky Sports frá sér eftir leikinn á móti Newcastle. Getty/George Wood Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gekk beint að dómara leiksins, Sam Barrott, eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Guardiola og City-menn töldu sig hafa verið beitta órétti varðandi vítaspyrnuákvörðun, mögulega hendi og nauma rangstöðu í tapi sem skildi þá eftir í þriðja sæti deildarinnar – fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal og með einn leik meira spilaðan. Guardiola var þó ekki í skapi til að ræða dómgæsluna eftir leikinn. Þegar BBC Sport spurði hann hvað hefði farið fram í samtali hans við Barrott, reyndi Guardiola að halda aftur af tilfinningum sínum og svaraði einfaldlega: „Ekkert. Allt er í lagi,“ sagði Guardiola. „Þetta er bara svona“ Sky Sports greindi frá því að Guardiola hefði farið inn í herbergi dómarans á St James' Park eftir leikinn og þegar gengið var á hann vegna þessa sagði hann aftur: „Allt er í lagi“ og „þetta er bara svona.“ Pep Guardiola with a cameraman at full-time at St. James’ Park 😳 pic.twitter.com/y6QDGi56Xw— ESPN UK (@ESPNUK) November 22, 2025 Guardiola hafði líka ýtt myndatökumanni eftir leik sem honum fannst greinilega vera fyrir sér eða of nærgöngull. Atvikið umdeilda átti sér stað í fyrri hálfleiknum. Þegar staðan var 0-0 á 18. mínútu komst Phil Foden inn í teiginn og átti skot sem fór fram hjá. Varnarmaður Newcastle, Fabian Schär, kom á fleygiferð og fór með tökkunum í vinstri ökkla miðjumannsins, sem varð til þess að enski leikstjórnandinn lá eftir sárkvalinn. Dómarinn Barrott dæmdi þó aðeins markspyrnu fyrir heimamenn og myndbandsdómarinn Craig Pawson var sammála ákvörðun vallardómarans. Samkvæmt handbók ensku úrvalsdeildarinnar „ætti leikurinn yfirleitt að halda áfram“. Hins vegar segir í reglunum einnig að þegar „snerting er annaðhvort gáleysisleg (gult spjald) eða um er að ræða alvarlegt leikbrot (rautt spjald), þá sé vítaspyrna og viðeigandi refsing væntanleg niðurstaða.“ Í þessu tilviki taldi Barrott tæklingu Schärs ekki vera gáleysislega en knattspyrnusérfræðingar voru klofnir í afstöðu sinni eftir leikinn. „Ég held að þetta sé vítaspyrna“ „Ég held að þetta sé vítaspyrna,“ sagði Wayne Rooney, fyrrverandi framherji Manchester United og Englands, við BBC Sport. „Dómarinn gæti hafa litið á þá staðreynd að hann náði skotinu áður en snertingin átti sér stað, en tækling Schärs hafði áhrif á undirbúning Fodens fyrir skotið og svo varð snerting. Þetta er brot,“ sagði Rooney. „Ég held að Schär nái ekki boltanum, en ég held að þetta sé ekki vítaspyrna,“ sagði Jonathan Woodgate, fyrrverandi varnarmaður Newcastle, á BBC Radio 5 Live: „Held að hann geri ekki nóg“ „Ég held að hann geri ekki nóg,“ sagði Woodgate. Micah Richards, fyrrverandi varnarmaður Manchester City, sagði á Sky Sports að „það sé snerting“ en það sem hafi bjargað Schär væri sú staðreynd að Foden hafði þegar tekið skotið. „Ég held að þetta sé ekki nóg til að breyta ákvörðuninni,“ bætti Richards við. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Guardiola og City-menn töldu sig hafa verið beitta órétti varðandi vítaspyrnuákvörðun, mögulega hendi og nauma rangstöðu í tapi sem skildi þá eftir í þriðja sæti deildarinnar – fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal og með einn leik meira spilaðan. Guardiola var þó ekki í skapi til að ræða dómgæsluna eftir leikinn. Þegar BBC Sport spurði hann hvað hefði farið fram í samtali hans við Barrott, reyndi Guardiola að halda aftur af tilfinningum sínum og svaraði einfaldlega: „Ekkert. Allt er í lagi,“ sagði Guardiola. „Þetta er bara svona“ Sky Sports greindi frá því að Guardiola hefði farið inn í herbergi dómarans á St James' Park eftir leikinn og þegar gengið var á hann vegna þessa sagði hann aftur: „Allt er í lagi“ og „þetta er bara svona.“ Pep Guardiola with a cameraman at full-time at St. James’ Park 😳 pic.twitter.com/y6QDGi56Xw— ESPN UK (@ESPNUK) November 22, 2025 Guardiola hafði líka ýtt myndatökumanni eftir leik sem honum fannst greinilega vera fyrir sér eða of nærgöngull. Atvikið umdeilda átti sér stað í fyrri hálfleiknum. Þegar staðan var 0-0 á 18. mínútu komst Phil Foden inn í teiginn og átti skot sem fór fram hjá. Varnarmaður Newcastle, Fabian Schär, kom á fleygiferð og fór með tökkunum í vinstri ökkla miðjumannsins, sem varð til þess að enski leikstjórnandinn lá eftir sárkvalinn. Dómarinn Barrott dæmdi þó aðeins markspyrnu fyrir heimamenn og myndbandsdómarinn Craig Pawson var sammála ákvörðun vallardómarans. Samkvæmt handbók ensku úrvalsdeildarinnar „ætti leikurinn yfirleitt að halda áfram“. Hins vegar segir í reglunum einnig að þegar „snerting er annaðhvort gáleysisleg (gult spjald) eða um er að ræða alvarlegt leikbrot (rautt spjald), þá sé vítaspyrna og viðeigandi refsing væntanleg niðurstaða.“ Í þessu tilviki taldi Barrott tæklingu Schärs ekki vera gáleysislega en knattspyrnusérfræðingar voru klofnir í afstöðu sinni eftir leikinn. „Ég held að þetta sé vítaspyrna“ „Ég held að þetta sé vítaspyrna,“ sagði Wayne Rooney, fyrrverandi framherji Manchester United og Englands, við BBC Sport. „Dómarinn gæti hafa litið á þá staðreynd að hann náði skotinu áður en snertingin átti sér stað, en tækling Schärs hafði áhrif á undirbúning Fodens fyrir skotið og svo varð snerting. Þetta er brot,“ sagði Rooney. „Ég held að Schär nái ekki boltanum, en ég held að þetta sé ekki vítaspyrna,“ sagði Jonathan Woodgate, fyrrverandi varnarmaður Newcastle, á BBC Radio 5 Live: „Held að hann geri ekki nóg“ „Ég held að hann geri ekki nóg,“ sagði Woodgate. Micah Richards, fyrrverandi varnarmaður Manchester City, sagði á Sky Sports að „það sé snerting“ en það sem hafi bjargað Schär væri sú staðreynd að Foden hafði þegar tekið skotið. „Ég held að þetta sé ekki nóg til að breyta ákvörðuninni,“ bætti Richards við.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira