Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 08:02 Myndbandið fór á flug á netinu enda voru margir hneykslaðir. @crossfitevergreen2020 Hvað áttu að gera þegar þú ert móðir eða amma, finnur ekki pössun og verður að komast í ræktina? Ein slík kona fann sína leið en hlaut fyrir vikið hörð viðbrögð hjá mörgum í netheiminum. CrossFit-stöðin CrossFit Evergreen í Kolaradó-fylki birti myndbandið af umræddri konu gera æfingar í stöðinni með barn á bakinu. Barnið sat í sérstökum barnastól sem foreldrar nota vanalega í gönguferðum með börnin sín. Þessi kona taldi það góðan kost að nýta sér þennan barnastól einnig í ræktinni. Myndbandið fór á mikið flug á netmiðlum, með margra milljóna áhorf, og þótti mörgum konan sýna þarna mikið ábyrgðarleysi. Neikvæðar aðfinnslur og skilaboð kölluðu á svar frá stöðinni sjálfri. Forráðamenn CrossFit Evergreen-stöðvarinnar standa með sinni konu og birtu eftirtalda yfirlýsingu eftir að myndbandið varð svona vinsælt. Þeir bentu líka á það að það hneyklaðist enginn þegar karlmaður gerði hið sama. „Hér er ekkert annað á ferðinni en manneskja að gera örugga og frábæra æfingu með barnabarninu sínu. Við erum lítil líkamsræktarstöð og barnið var aldrei í neinni hættu,“ skrifaði stöðin á samfélagsmiðla sína. „Sigrar þessarar konu og margra annarra eins og hennar, og karla líka, eru magnaðir og ætti að fagna þeim en ekki dæma þá eða skjóta þá niður. Við birtum líka myndband af manni að gera það sama án allra neikvæðu athugasemdanna. Okkur er alveg sama um „like“ eða skoðanir ykkar, við dreifum jákvæðum skilaboðum og hvetjandi vinnu til að veita öðrum innblástur,“ skrifaði stöðin „Saman erum við sterkari, það er einkunnarorð okkar í þessari stöð, með þessu fólki og í samfélaginu okkar. Þið sem skiljið þetta, haldið áfram að sækjast eftir því sem er betra og gott í lífinu. Við erum stolt af ykkur. Ótti og hatur rífa okkur niður. Ást og stuðningur byggja okkur upp. Trysta og þetta englabarnabarn. Já! Þessi amma er að æfa með nýja stuðningsaðilanum sínum. Þar sem er vilji er vegur. Saman erum við sterkari,“ skrifaði CrossFit Evergreen-stöðin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Evergreen (@crossfitevergreen2020) CrossFit Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
CrossFit-stöðin CrossFit Evergreen í Kolaradó-fylki birti myndbandið af umræddri konu gera æfingar í stöðinni með barn á bakinu. Barnið sat í sérstökum barnastól sem foreldrar nota vanalega í gönguferðum með börnin sín. Þessi kona taldi það góðan kost að nýta sér þennan barnastól einnig í ræktinni. Myndbandið fór á mikið flug á netmiðlum, með margra milljóna áhorf, og þótti mörgum konan sýna þarna mikið ábyrgðarleysi. Neikvæðar aðfinnslur og skilaboð kölluðu á svar frá stöðinni sjálfri. Forráðamenn CrossFit Evergreen-stöðvarinnar standa með sinni konu og birtu eftirtalda yfirlýsingu eftir að myndbandið varð svona vinsælt. Þeir bentu líka á það að það hneyklaðist enginn þegar karlmaður gerði hið sama. „Hér er ekkert annað á ferðinni en manneskja að gera örugga og frábæra æfingu með barnabarninu sínu. Við erum lítil líkamsræktarstöð og barnið var aldrei í neinni hættu,“ skrifaði stöðin á samfélagsmiðla sína. „Sigrar þessarar konu og margra annarra eins og hennar, og karla líka, eru magnaðir og ætti að fagna þeim en ekki dæma þá eða skjóta þá niður. Við birtum líka myndband af manni að gera það sama án allra neikvæðu athugasemdanna. Okkur er alveg sama um „like“ eða skoðanir ykkar, við dreifum jákvæðum skilaboðum og hvetjandi vinnu til að veita öðrum innblástur,“ skrifaði stöðin „Saman erum við sterkari, það er einkunnarorð okkar í þessari stöð, með þessu fólki og í samfélaginu okkar. Þið sem skiljið þetta, haldið áfram að sækjast eftir því sem er betra og gott í lífinu. Við erum stolt af ykkur. Ótti og hatur rífa okkur niður. Ást og stuðningur byggja okkur upp. Trysta og þetta englabarnabarn. Já! Þessi amma er að æfa með nýja stuðningsaðilanum sínum. Þar sem er vilji er vegur. Saman erum við sterkari,“ skrifaði CrossFit Evergreen-stöðin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Evergreen (@crossfitevergreen2020)
CrossFit Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira