Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2025 12:18 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með símann á lofti í stjórnarráðinu. Ekki fylgdi sögunni hvort myndin hefði verið tekin í miðju símtali hennar við forseta framkvæmdastjórnar ESB. Facebook-síða forsætisráðherra Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB. Framkvæmdastjórnin hóf aðgerðir til þess að vernda evrópska járnblendiframleiðslu í vikunni. Íslenskur kísilmálmur fékk ekki undanþágu þrátt fyrir aðild Ísland að EES-samningnum. Ísland verður nú háð innflutningskvótum á kísilmálmi í Evrópu næstu þrjú árin. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segist hafa rætt við von der Leyen um aðgerðirnar í síma í morgun. „Ég kom skýrt til skila óánægju okkar með þessa niðurstöðu. Og að hún væri ekki í takti við það sem við æti að búast í okkar samskiptum,“ skrifar Kristrún í færslu á Facebook. Von der Leyen hafi staðfest í símtalinu að aðgerðirnar væru sértækt tilvik og gæfu ekki fordæmi fyrir aðrar ákvarðanir. Ákvörðunin snerist ekki um EES-samninginn. „Ísland getur áfram reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB og því fjárfestingarumhverfi sem samningnum fylgir,“ skrifar forsætisráðherra. Mikilvægt hafi verið að fá staðfestingu fá forseta framkvæmdastjórnarinnar að EES-samningurinn stæði sterkur þrátt fyrir „þetta hliðarspor“. Íslensk stjórnvöld hafa sagt ákvörðun ESB um verndaraðgerðirnar og að undanskilja ekki EES-ríkin frá þeim ganga gegn „anda“ samningsins. Framkvæmdastjórnin segir aftur á móti að aðgerðirnar rúmist innan ákvæða samningsins sem leyfi aðilum hans að grípa til öryggisráðstafana, meðal annars til þess að tryggja hagsmuni atvinnugreina. Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Utanríkismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Framkvæmdastjórnin hóf aðgerðir til þess að vernda evrópska járnblendiframleiðslu í vikunni. Íslenskur kísilmálmur fékk ekki undanþágu þrátt fyrir aðild Ísland að EES-samningnum. Ísland verður nú háð innflutningskvótum á kísilmálmi í Evrópu næstu þrjú árin. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segist hafa rætt við von der Leyen um aðgerðirnar í síma í morgun. „Ég kom skýrt til skila óánægju okkar með þessa niðurstöðu. Og að hún væri ekki í takti við það sem við æti að búast í okkar samskiptum,“ skrifar Kristrún í færslu á Facebook. Von der Leyen hafi staðfest í símtalinu að aðgerðirnar væru sértækt tilvik og gæfu ekki fordæmi fyrir aðrar ákvarðanir. Ákvörðunin snerist ekki um EES-samninginn. „Ísland getur áfram reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB og því fjárfestingarumhverfi sem samningnum fylgir,“ skrifar forsætisráðherra. Mikilvægt hafi verið að fá staðfestingu fá forseta framkvæmdastjórnarinnar að EES-samningurinn stæði sterkur þrátt fyrir „þetta hliðarspor“. Íslensk stjórnvöld hafa sagt ákvörðun ESB um verndaraðgerðirnar og að undanskilja ekki EES-ríkin frá þeim ganga gegn „anda“ samningsins. Framkvæmdastjórnin segir aftur á móti að aðgerðirnar rúmist innan ákvæða samningsins sem leyfi aðilum hans að grípa til öryggisráðstafana, meðal annars til þess að tryggja hagsmuni atvinnugreina.
Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Utanríkismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira