Innherji

Að­hald peninga­stefnunnar „klár­lega of mikið“ miðað við spár um hag­vöxt

Hörður Ægisson skrifar
„Við sáum lengi vel engan slaka myndast og óttuðumst að þurfa að knýja hann fram með harðri beitingu á peningastefnunni til að þrýsta á að hagkerfið myndi hægja á sér. Núna er þetta að snúast, og kannski var það sem þurfti,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Við sáum lengi vel engan slaka myndast og óttuðumst að þurfa að knýja hann fram með harðri beitingu á peningastefnunni til að þrýsta á að hagkerfið myndi hægja á sér. Núna er þetta að snúast, og kannski var það sem þurfti,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Þrátt fyrir varfærna vaxtalækkun peningastefnunefndar þá álítur Seðlabankinn að raunvaxtaaðhaldið hafi ekki breyst á milli funda og það sé „klárlega of mikið“ með hliðsjón af lakari hagvaxtarhorfum, að sögn seðlabankastjóra, en ekki sé hægt að horfa framhjá því að verðbólgan er á sama tíma enn þrálát. Eilítið mildari tónn í framvirkri leiðsögn peningastefnunefndar gefur henni „meira svigrúm“ til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum ef það er enn að hægja á umsvifum í efnahagslífinu.


Tengdar fréttir

Ekki „stórar áhyggjur“ af verðbólgunni þótt krónan kunni að gefa aðeins eftir

Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu.

Aðhalds­stigið „aukist veru­lega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta

Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.

„Spennan í þjóðar­búinu horfin“ og Seðla­bankinn lækkar vexti á nýjan leik

Þau áföll sem hafa skollið á útflutningsgreinum að undanförnu valda því að spennan í þjóðarbúinu er núna horfin, sem þýðir að hægja mun töluvert á hagvexti, og peningastefnunefnd Seðlabankans hefur því ákveðið að lækka vexti um 25 punkta. Við þá ákvörðun vegur einnig þungt umrót á fasteignalánamarkaði sem er að „þrengja“ að lánakjörum og fjármálalegum skilyrðum heimila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×