Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. nóvember 2025 17:24 Craig Gordon hefur stefnt að þessu markmiði í 21 ár. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Hinn 42 ára gamli Craig Gordon man tímana tvenna með skoska landsliðinu og varð í gærkvöldi elsti leikmaðurinn til að spila í undankeppni HM. Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira