Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 12:03 Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar