Lífið

Lands­liðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fannar fékk að kenna á því fyrir taktlausar spurningar.
Fannar fékk að kenna á því fyrir taktlausar spurningar.

Spjallþátturinn Gott kvöld fór í loftið á Sýn á föstudagskvöldið síðastliðið. Þeir Sverrir Þór Sverrisson og Benedikt Valsson eru þáttastjórnendur og fá til sín þekkta gesti í spjall.

Fannar Sveinsson fer síðan á vettvang í þáttunum og gerir það sem hann gerir best, að spjalla við fólk í skemmtilegum aðstæðum.

Í fyrsta þættinum skellti Fannar sér og hitti íslensku landsliðsstelpurnar í knattspyrnu og voru ekki allar spurningarnar jákvæðar. Sumar svo neikvæðar að það endaði með því að hópurinn réðst að Fannari og fékk hann að finna fyrir því. Augljóslega um grín að ræða eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Íslensku landsliðsstelpurnar réðust á Fannar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.