Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 15:00 Pólskir sérsveitarmenn rannsaka önnur skemmdarverk sem voru unnin á lestarteinum á milli Varsjár og Deblin í gær. Vísir/EPA Forsætisráðherra Póllands segir að tveir Úkraínumenn sem starfa fyrir rússnesku leyniþjónustuna hafi framið skemmdarverk á lestarteinum um helgina. Annar þeirra hafi þegar hlotið dóm fyrir skemmdarverk í heimalandi sínu. Sprengingin skemmdi lestarteina á milli Varjsár og Lublin við bæinn Mika, suðaustur af Varsjá, um helgina. Donald Tusk, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að um fordæmalaus skemmdarverk væri að ræða. Tusk sagði pólska þinginu í dag að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hefðu verið að verki. Annar þeirra hafi hlotið dóm að sér fjarstöddum fyrir skemmdarverk í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmiðið var að valda lestarstórslysi,“ sagði forsætisráðherrann við þingheim og boðaði hærra viðbúnaðarstig í hluta lestarkerfins landsins vegna skemmdarverkahrinunnar. Flúnir aftur til Belarús Sökudólgarnir hefðu komið til Póllands frá Belarús í haust. Þeir hefðu þegar flúið land aftur til nágrannalandsins sem er náið bandalagsríki Rússlands. Annar mannanna væri búsettur þar en hinn í Austur-Úkraínu. Spellvirkjarnir eru sagðir hafa notað C4-sprengiefni til þess að sprengja teinana á laugardagskvöld. Fyrri tilraun til þess að þvinga lest út af sporinu með stálklemmum á teinunum hefði farið út um þúfur. Sprengingin náðist á upptöku eftirlitsmyndavélar en hún varð í þann mund sem flutningalest fór fram hjá. Hún sprengdi undirvagn hennar lítillega. Tusk sagði að stjórnandi lestarinnar hefði ekki tekið eftir sprengingunni. Önnur skemmdarverk voru framin á teinum í gær sem neyddu stjórnanda farþegalestar með hátt í fimm hundruð manns um borð til þess að nauðhemla. Pólland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Sprengingin skemmdi lestarteina á milli Varjsár og Lublin við bæinn Mika, suðaustur af Varsjá, um helgina. Donald Tusk, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að um fordæmalaus skemmdarverk væri að ræða. Tusk sagði pólska þinginu í dag að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hefðu verið að verki. Annar þeirra hafi hlotið dóm að sér fjarstöddum fyrir skemmdarverk í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmiðið var að valda lestarstórslysi,“ sagði forsætisráðherrann við þingheim og boðaði hærra viðbúnaðarstig í hluta lestarkerfins landsins vegna skemmdarverkahrinunnar. Flúnir aftur til Belarús Sökudólgarnir hefðu komið til Póllands frá Belarús í haust. Þeir hefðu þegar flúið land aftur til nágrannalandsins sem er náið bandalagsríki Rússlands. Annar mannanna væri búsettur þar en hinn í Austur-Úkraínu. Spellvirkjarnir eru sagðir hafa notað C4-sprengiefni til þess að sprengja teinana á laugardagskvöld. Fyrri tilraun til þess að þvinga lest út af sporinu með stálklemmum á teinunum hefði farið út um þúfur. Sprengingin náðist á upptöku eftirlitsmyndavélar en hún varð í þann mund sem flutningalest fór fram hjá. Hún sprengdi undirvagn hennar lítillega. Tusk sagði að stjórnandi lestarinnar hefði ekki tekið eftir sprengingunni. Önnur skemmdarverk voru framin á teinum í gær sem neyddu stjórnanda farþegalestar með hátt í fimm hundruð manns um borð til þess að nauðhemla.
Pólland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira