„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2025 14:23 Guðrún Hafsteinsdóttir var ómyrk í máli þegar þingfundur dagsins hófst. Vísir/Vilhelm „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórn sambandsins segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar en löndin tvö eru þó ekki undanþegin verndarráðstöfununum. Utanríkisráðherra hefur sagt niðurstöðu fundarins mikil vonbrigði og að brotið hafi verið gegn grundvallaratriðum EES-samningsins með ákvörðuninni. Þingfundur hófst klukkan 13:30 með líflegum umræðum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar snerust reyndar ekki að nokkru leyti um fundarstjórn forseta heldur aðeins um ákvörðun aðildarríkja ESB. „Hvað er næst?“ Guðrún Hafsteinsdóttir steig fyrst í ræðustól og sagði sambandið með ákvörðuninni hafa sýnt klærnar og sitt rétta andlit. Þá vísaði hún í orð Álfheiðar Ágústsdóttur, forstjóra Elkem, um að niðurstaðan væru hryllileg vonbrigði. „Þetta snýst ekki bara um eina vöru eða eina atvinnugrein heldur snýst þetta um grundvallarspurningu. Er Ísland raunverulega hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn eða ekki?“ spurði Guðrún. Með ákvörðuninni væri Evrópusambandið að brjóta á Íslandi og Noregi, brjóta gegn grundvallarreglu EES-samningsins um frjálst flæði vöru. „Ég minni á að samningurinn gengur út á frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns og því spyr maður, hvað er næst?“ Fullkomlega ömurlegt á Bakka Guðrún sagðist hafa verið á Bakka í gær, í verksmiðju PCC. Ískaldri og hljóðri verksmiðjunni, sem hafi verið algjörlega mannlaus. „Það var fullkomlega ömurlegt.“ Rekstur kísilvers PCC á Bakka var stöðvaður í sumar vegna erfiðra markaðsskilyrða. PCC framleiðir kísilmálm, en verndarráðstafanir ESB snúa aðeins að kísiljárni, eða járnblendi, ekki hreinum kísilmálmi. Kallar eftir fundi formanna Loks sagði Guðrún að hún hefði alla tíð stutt EES-samninginn og myndi gera það áfram. „Nú kalla ég eftir því að forsætisráðherra kalli saman alla flokka formenn flokka á Alþingi til að fara yfir þessa stöðu og upplýsa þingheim um stöðuna.“ Stóriðja Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórn sambandsins segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar en löndin tvö eru þó ekki undanþegin verndarráðstöfununum. Utanríkisráðherra hefur sagt niðurstöðu fundarins mikil vonbrigði og að brotið hafi verið gegn grundvallaratriðum EES-samningsins með ákvörðuninni. Þingfundur hófst klukkan 13:30 með líflegum umræðum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar snerust reyndar ekki að nokkru leyti um fundarstjórn forseta heldur aðeins um ákvörðun aðildarríkja ESB. „Hvað er næst?“ Guðrún Hafsteinsdóttir steig fyrst í ræðustól og sagði sambandið með ákvörðuninni hafa sýnt klærnar og sitt rétta andlit. Þá vísaði hún í orð Álfheiðar Ágústsdóttur, forstjóra Elkem, um að niðurstaðan væru hryllileg vonbrigði. „Þetta snýst ekki bara um eina vöru eða eina atvinnugrein heldur snýst þetta um grundvallarspurningu. Er Ísland raunverulega hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn eða ekki?“ spurði Guðrún. Með ákvörðuninni væri Evrópusambandið að brjóta á Íslandi og Noregi, brjóta gegn grundvallarreglu EES-samningsins um frjálst flæði vöru. „Ég minni á að samningurinn gengur út á frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns og því spyr maður, hvað er næst?“ Fullkomlega ömurlegt á Bakka Guðrún sagðist hafa verið á Bakka í gær, í verksmiðju PCC. Ískaldri og hljóðri verksmiðjunni, sem hafi verið algjörlega mannlaus. „Það var fullkomlega ömurlegt.“ Rekstur kísilvers PCC á Bakka var stöðvaður í sumar vegna erfiðra markaðsskilyrða. PCC framleiðir kísilmálm, en verndarráðstafanir ESB snúa aðeins að kísiljárni, eða járnblendi, ekki hreinum kísilmálmi. Kallar eftir fundi formanna Loks sagði Guðrún að hún hefði alla tíð stutt EES-samninginn og myndi gera það áfram. „Nú kalla ég eftir því að forsætisráðherra kalli saman alla flokka formenn flokka á Alþingi til að fara yfir þessa stöðu og upplýsa þingheim um stöðuna.“
Stóriðja Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira